„Veit hvað við höfum inni í klefa“ Einar Kárason skrifar 24. apríl 2022 18:28 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar ÍBV fara rólega af stað í Bestu deildinni í fótbolta og fengu skell í fyrsta heimaleik sínum í deildinni í dag. ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.” Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
ÍBV tapaði 0-3 fyrir KA en það er þó engan bilbug á þeim að finna. ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.”
Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. 24. apríl 2022 16:00