Stóri plokkdagurinn fer fram í dag: „Einn af íslensku vorboðunum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2022 08:32 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón plokkuðu við Landspítalann í fyrra. Mummi Lú Stóri plokkdagurinn fer fram í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra byrjar dagskrá formlega klukkan 10.00 neðst við Gufunesveg og forsetahjónin slást í hópinn klukkan 13.00. Stóri plokkdagurinn er nú haldinn í fimmta sinn og skipuleggjendur segja hann vera „einn af íslensku vorboðunum.“ Langflest sveitarfélög taka þátt í plokkdeginum og þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn til að taka til hendinni. Í ár stefnir í metþátttöku en gert er ráð fyrir mildu veðri á landinu öllu. Samkvæmt veðurspám verður til að mynda heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra, hefur viðburðinn formlega klukkan 10.00 neðst við Gufunesveg í Reykavík. Öllum er velkomið að slást í hópinn og skipuleggjendur verða með glæra poka og pallbíl til að koma ruslinu rétta leið. Þátttakendur eru beðnir um að koma með hanska og plokku, eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra mun taka þátt.Mummi Lú Þá munu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón plokka Arnarnesveginn milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar klukkan 13 í dag. „Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir stormasaman vetur,“ segja skipuleggjendur. Á síðunni Plokk á Íslandi á Facebook er hægt að fylgst með gangi mála í dag. Umhverfismál Reykjavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Stóri plokkdagurinn er nú haldinn í fimmta sinn og skipuleggjendur segja hann vera „einn af íslensku vorboðunum.“ Langflest sveitarfélög taka þátt í plokkdeginum og þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn til að taka til hendinni. Í ár stefnir í metþátttöku en gert er ráð fyrir mildu veðri á landinu öllu. Samkvæmt veðurspám verður til að mynda heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra, hefur viðburðinn formlega klukkan 10.00 neðst við Gufunesveg í Reykavík. Öllum er velkomið að slást í hópinn og skipuleggjendur verða með glæra poka og pallbíl til að koma ruslinu rétta leið. Þátttakendur eru beðnir um að koma með hanska og plokku, eins og segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra mun taka þátt.Mummi Lú Þá munu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón plokka Arnarnesveginn milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar klukkan 13 í dag. „Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir stormasaman vetur,“ segja skipuleggjendur. Á síðunni Plokk á Íslandi á Facebook er hægt að fylgst með gangi mála í dag.
Umhverfismál Reykjavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira