Innlent

100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðjón Óskarsson eða tyggjómaðurinn, eftir að hann hreinsaði tyggjóklessu númer 100.000.
Guðjón Óskarsson eða tyggjómaðurinn, eftir að hann hreinsaði tyggjóklessu númer 100.000. Stöð 2

Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir.

Næsta markmið Guðjóns eru tæplega þrjú hundruð og fimmtíu þúsund klessur, jafnmargar og Íslendingar verða þegar hann ráðgerir að ná ætlunarverkinu. Hann þvertekur fyrir að vera kominn með leið á verkefninu.

„Ég segi alltaf við þann sem spyr þessa spurninga þá segi ég nei, það er svo ánægjulegt að sjá þær hverfa. Og fólk almennt er svo ánægt með þetta verk og mitt starf. Þannig að nei, ég nánast bara elska þetta,“ segir Guðjón.

Guðjón var valinn Reykvíkingur ársins í fyrra og var sá ellefti til að hljóta nafnbótina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×