Innlent

Fjöl­menn mót­mæli á Austur­velli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjölmenni er á mótmælunum á Austurvelli og mörg skilti á lofti.
Fjölmenni er á mótmælunum á Austurvelli og mörg skilti á lofti. Vísir/Margrét Helga

Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook.

Margir mótmælenda í dag báru skilti. „Bankaútsala nei takk“ og „Bankarán alla virka daga frá 9-16“ voru meðal þeirra slagorða sem sjá mátti á Austurvelli í veðurblíðunni í dag.

Kröfur mótmælenda voru einfaldar; að bankasölunni verði rift, að stjórn og framkvæmdastjóri bankasýslunnar víki og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Nú er bankasýslan á bak og burt en mótmælendur krefjast þess enn að sölunni verði rift og að fjármálaráðherra segi af sér.

Páll Óskar mætti klukkan 13.45 og hitaði upp fyrir mótmælafundinn. Ræðumenn voru þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson. Þá er Anton Helgi Jónsson skáld mótmælanna og XXX Rottweiler og Blaffi slógu botninn í fundinn, eins og segir á Facebook-síðu mótmælanna.

Fjölmenni var á mótmælunum í dag.Vísir/Margrét Helga

Mikill fjöldi var saman kominn á mótmælafundi sama hóps fyrir rúmri viku síðan en Davíð Þór Jónsson prestur hélt ræðu við mikinn fögnuð viðstaddra.


Tengdar fréttir

Þrumu­ræða Davíðs Þórs á Austur­velli

Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu.

Ekki að firra sig á­byrgð með því að leggja Banka­­sýsluna niður

Fjár­mála­ráð­herra er á­nægður með heildar­út­komu út­boðsins á Ís­lands­banka en viður­kennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með á­kvörðun um að leggja niður banka­sýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan á­byrgð á sölu­ferlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×