Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0–3 KA | Akureyringar sóttu stigin þrjú í Vestmannaeyjum Einar Kárason skrifar 24. apríl 2022 16:00 Hallgrímur Mar skoraði síðasta mark KA í dag. vísir/bára Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. Heimamenn áttu fyrsta færi leiksins þegar Tómas Bent Magnússon skaut að marki fyrir utan teig en boltinn yfir markið. Gestirnir voru nálægt því að komast yfir eftir tæplega tíu mínútna leik þegar Daníel Hafsteinsson fór framhjá Halldóri Páli Geirssyni, markverði Eyjamanna, og skaut að marki en Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, bjargaði á línu. Bæði lið vildu fá vítaspyrnur í fyrri hálfleiknum en varð ekki að ósk sinni. Bæði lið fengu fín færi til þess að brjóta ísinn en án árangurs. Stuttu fyrir hálfleik fékk Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður KA, kjörið tækifæri til að koma Akureyringum yfir þegar hann fékk boltann við markteig eftir góða sókn. Skot hans hinsvegar ekki gott og framhjá markinu. Þegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks var komið brast stíflan loks þegar Sveinn Margeir Hauksson fékk sendingu frá vinstri frá bakverðinum Bryan Van Den Bogaert. Sveinn tók vel við boltanum í fyrstu snertingu og kom boltanum framhjá Halldóri Páli í þeirri næstu. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks og KA menn í fínni stöðu. Eyjamenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru betra liðið á vellinum þegar Felix Örn Friðriksson, bakvörður ÍBV, kom boltanum í netið eftir vel útfærða hornspyrnu. Flaggið fór hinsvegar á loft og markið dæmt af þar sem dómarar leiksins töldu leikmann ÍBV skyggja á markvörð gestanna. Einungis mínútum síðar tvöfaldaði Nökkvi Þeyr Þórisson forustu gestanna þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Elfars Árna. Við þetta reyndu heimamenn að færa sig framar á völlinn og freista gæfunnar en án þess að skapa sér almennilegt færi. Þess í stað fengu þeir þriðja markið í andlitið þegar varamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði í autt markið eftir sendingu frá Daníel Hafsteinssyni. Rétt rúmar tíu mínútur eftir og sigurinn nánast í höfn fyrir gestina. Lítið gerðist það sem eftir lifði leiks fyrir utan þegar Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, varði tilraun frá Jose Sito Vergara en það var líklega eina skiptið í leiknum þar sem Steinþór þurfti að taka á honum stóra sínum. Niðurstaðan því góður útisigur hjá gulklæddum KA mönnum sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Eyjamenn eru hinsvegar stigalausir eftir tvo leiki. Af hverju vann KA? KA menn þolinmóðir í sínum aðgerðum. Tóku sér tíma í að byggja upp sóknir og skapa sér færi, sem loks skilaði sér í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Eyjamenn héldu að þeir hefðu jafnað leikinn en þegar það mark var dæmt af var það eins og vítamínsprauta í æðar gestanna sem skoruðu stuttu síðar áður en þeir bættu við því þriðja. Hverjir stóðu upp úr? Felix Örn var líklega hættulegastur Eyjamanna í þessum leik. Á mögulega sinn þátt, ásamt öðrum, í mörkum gestanna, en átti marga góða spretti upp vinstra megin hjá Eyjamönnum og skoraði markið sem dæmt var af. Hjá gestunum var Nökkvi Þeyr áberandi í sóknarleiknum, ásamt þeim Daníel og Elfari Árna. Vörn gestanna stóðst áhlaup heimamanna vel og Bryan, sem lagði upp fyrsta markið, var flottur í vinstri bakverðinum. Hvað gekk illa? Steinþór í marki gestanna þurfti varla að verja bolta fyrr en þegar fimm mínútur eftir lifði leiks. Það er áhyggjuefni fyrir Eyjamenn. Uppspil ÍBV var oft á köflum tilviljanakennt og virðist sem liðið sé enn að móta sig. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti Leikni næsta sunnudag á meðan KA mætir Keflavík heima fyrir degi síðar. Hermann H: Veit hvað við höfum inni í klefa ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.” Arnar Grétars: Frábært að skora rétt fyrir hálfleik Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður með leik sinna manna. ,,Tilfinningin er mjög góð. Það er alltaf gott að vinna og þetta er annar leikurinn í röð sem við höldum hreinu og við skorum þrjú mörk. Þetta er erfiður útivöllur til að sækja þrjú stig og halda hreinu og skora þrjú mörk. Þetta er mjög jákvætt.” ,,Það var frábært að skora rétt fyrir hálfleik. Mér fannst við búnir að vera sterkari og búnir að fá færin til að koma okkur í til að pota inn þessu marki en fótboltinn er ekki alltaf sanngjarnt. Að ná þessu marki var mikilvægt. Þeir byrja svo seinni hálfleikinn vel og mér fannst við falla til baka. Svo skora þeir þetta mark sem ég á eftir að sjá aftur. Þar erum við heppnir. Við náum svo öðru markinu. Við erum alltaf hættulegir í skyndisóknum, með fljóta menn fram á við. Þegar við erum komnir í tvö núll er komin brekka fyrir ÍBV. Það var fínt að fá þriðja markið og fá mörk frá Nökkva og Grímsa (Hallgrími Mar).” ,,Það hjálpar að fá annað markið. Þá ertu kominn í þægilega stöðu og svo þegar þriðja markið er komið þá veistu að þú ert nánast búinn að sigla sigrinum heim. Hópurinn er að þéttast og við eigum fína menn á bekknum. Þá getum við notað þessar fimm skiptingar sem er jákvætt.” Fullt hús stiga og allt hreint ,,Við hefðum ekki getað kostið betri byrjun en vitum að þetta er rétt að byrja. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Þessi stig verða alla veganna ekki tekin af okkur. Það er mikið eftir og það er erfiður leikur heima næst gegn Keflavík þar sem við viljum taka þrjú stig og koma okkur í enn betri stöðu.” Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA ÍBV
Sólin skein og lognið var á smá hreyfingu þegar Eyjamenn tóku á móti gulklæddum KA mönnum á Hásteinsvelli í dag, í leik sem gestirnir unnu 0-3. Heimamenn áttu fyrsta færi leiksins þegar Tómas Bent Magnússon skaut að marki fyrir utan teig en boltinn yfir markið. Gestirnir voru nálægt því að komast yfir eftir tæplega tíu mínútna leik þegar Daníel Hafsteinsson fór framhjá Halldóri Páli Geirssyni, markverði Eyjamanna, og skaut að marki en Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, bjargaði á línu. Bæði lið vildu fá vítaspyrnur í fyrri hálfleiknum en varð ekki að ósk sinni. Bæði lið fengu fín færi til þess að brjóta ísinn en án árangurs. Stuttu fyrir hálfleik fékk Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður KA, kjörið tækifæri til að koma Akureyringum yfir þegar hann fékk boltann við markteig eftir góða sókn. Skot hans hinsvegar ekki gott og framhjá markinu. Þegar í uppbótartíma fyrri hálfleiks var komið brast stíflan loks þegar Sveinn Margeir Hauksson fékk sendingu frá vinstri frá bakverðinum Bryan Van Den Bogaert. Sveinn tók vel við boltanum í fyrstu snertingu og kom boltanum framhjá Halldóri Páli í þeirri næstu. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks og KA menn í fínni stöðu. Eyjamenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru betra liðið á vellinum þegar Felix Örn Friðriksson, bakvörður ÍBV, kom boltanum í netið eftir vel útfærða hornspyrnu. Flaggið fór hinsvegar á loft og markið dæmt af þar sem dómarar leiksins töldu leikmann ÍBV skyggja á markvörð gestanna. Einungis mínútum síðar tvöfaldaði Nökkvi Þeyr Þórisson forustu gestanna þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Elfars Árna. Við þetta reyndu heimamenn að færa sig framar á völlinn og freista gæfunnar en án þess að skapa sér almennilegt færi. Þess í stað fengu þeir þriðja markið í andlitið þegar varamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði í autt markið eftir sendingu frá Daníel Hafsteinssyni. Rétt rúmar tíu mínútur eftir og sigurinn nánast í höfn fyrir gestina. Lítið gerðist það sem eftir lifði leiks fyrir utan þegar Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, varði tilraun frá Jose Sito Vergara en það var líklega eina skiptið í leiknum þar sem Steinþór þurfti að taka á honum stóra sínum. Niðurstaðan því góður útisigur hjá gulklæddum KA mönnum sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Eyjamenn eru hinsvegar stigalausir eftir tvo leiki. Af hverju vann KA? KA menn þolinmóðir í sínum aðgerðum. Tóku sér tíma í að byggja upp sóknir og skapa sér færi, sem loks skilaði sér í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Eyjamenn héldu að þeir hefðu jafnað leikinn en þegar það mark var dæmt af var það eins og vítamínsprauta í æðar gestanna sem skoruðu stuttu síðar áður en þeir bættu við því þriðja. Hverjir stóðu upp úr? Felix Örn var líklega hættulegastur Eyjamanna í þessum leik. Á mögulega sinn þátt, ásamt öðrum, í mörkum gestanna, en átti marga góða spretti upp vinstra megin hjá Eyjamönnum og skoraði markið sem dæmt var af. Hjá gestunum var Nökkvi Þeyr áberandi í sóknarleiknum, ásamt þeim Daníel og Elfari Árna. Vörn gestanna stóðst áhlaup heimamanna vel og Bryan, sem lagði upp fyrsta markið, var flottur í vinstri bakverðinum. Hvað gekk illa? Steinþór í marki gestanna þurfti varla að verja bolta fyrr en þegar fimm mínútur eftir lifði leiks. Það er áhyggjuefni fyrir Eyjamenn. Uppspil ÍBV var oft á köflum tilviljanakennt og virðist sem liðið sé enn að móta sig. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti Leikni næsta sunnudag á meðan KA mætir Keflavík heima fyrir degi síðar. Hermann H: Veit hvað við höfum inni í klefa ,,Ég er hundfúll með þetta,” sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. ,,Við byrjum ágætlega en svo klikkar pressan hjá okkur og við erum á eftir næsta hálftímann í fyrri hálfleik. Við sleppum í stöðunni eitt núll. Þetta var verulega slappt hjá okkur.” ,,Við vorum betri en þeir í seinni hálfleik, eins asnalegt og það er að segja það. Það má litlu muna. Við skorum mark en við getum sleppt því að tala um það. Hann dæmir aukaspyrnu. Svo hefði hann getað dæmt aukaspyrnu þegar þeir skora annað markið. Ég var ánægður með frammistöðuna. Þrjú núll er grimmt, ef við jöfnum leikinn úr þessu horni, sem mér fannst fullkomlega löglegt mark. Við erum með leikinn og erum betri í seinni hálfleik. Ég er svekktur hversu dasað þetta var í fyrri hálfleik.” ,,Þeir skora með síðasta sparkinu í fyrri hálfleik. Við vorum alveg að fara að komast upp með að vera svona slappir en við komum frískir inn í seinni hálfleik og vorum að koma okkur í stöður. Við skoruðum og hefðum átt að skora fleiri en svo koma þessi seinni rothögg. Við teljum okkur eiga að fá aukaspyrnu en það er ekkert dæmt og þeir skora. Svo tökum við áhættur í restina og fáum á okkur mark úr okkar eigin fasta leikatriði.” Vildu fá vítaspyrnu ,,Hann skallar boltann til baka og boltinn er á leiðinni til okkar leikmanns. Höndin er úti og stoppar boltann. Það er hægt að dæma víti. Mér fannst öll atriði sem hefði getað farið í báðar áttir fara öðru megin. Það er svekkjandi og það hafði áhrif. Þetta var ekki þrjú núll leikur.” ,,Við spiluðum vel á móti Val í sextíu mínútur og seinni fjörtíu og fimm í dag. Ég veit alveg hvað við höfum hér inni í klefa og við höfum fulla trú. Það er metnaður og samstaða í klefanum og við komum til baka. Það er öruggt.” Arnar Grétars: Frábært að skora rétt fyrir hálfleik Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður með leik sinna manna. ,,Tilfinningin er mjög góð. Það er alltaf gott að vinna og þetta er annar leikurinn í röð sem við höldum hreinu og við skorum þrjú mörk. Þetta er erfiður útivöllur til að sækja þrjú stig og halda hreinu og skora þrjú mörk. Þetta er mjög jákvætt.” ,,Það var frábært að skora rétt fyrir hálfleik. Mér fannst við búnir að vera sterkari og búnir að fá færin til að koma okkur í til að pota inn þessu marki en fótboltinn er ekki alltaf sanngjarnt. Að ná þessu marki var mikilvægt. Þeir byrja svo seinni hálfleikinn vel og mér fannst við falla til baka. Svo skora þeir þetta mark sem ég á eftir að sjá aftur. Þar erum við heppnir. Við náum svo öðru markinu. Við erum alltaf hættulegir í skyndisóknum, með fljóta menn fram á við. Þegar við erum komnir í tvö núll er komin brekka fyrir ÍBV. Það var fínt að fá þriðja markið og fá mörk frá Nökkva og Grímsa (Hallgrími Mar).” ,,Það hjálpar að fá annað markið. Þá ertu kominn í þægilega stöðu og svo þegar þriðja markið er komið þá veistu að þú ert nánast búinn að sigla sigrinum heim. Hópurinn er að þéttast og við eigum fína menn á bekknum. Þá getum við notað þessar fimm skiptingar sem er jákvætt.” Fullt hús stiga og allt hreint ,,Við hefðum ekki getað kostið betri byrjun en vitum að þetta er rétt að byrja. Allir leikir í þessari deild eru erfiðir. Þessi stig verða alla veganna ekki tekin af okkur. Það er mikið eftir og það er erfiður leikur heima næst gegn Keflavík þar sem við viljum taka þrjú stig og koma okkur í enn betri stöðu.” Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti