Everton lítil fyrirstaða fyrir nágranna sína Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. apríl 2022 17:13 Þægilegt dagsverk. vísir/Getty Liverpool hafði betur í baráttunni um Bítlaborgina í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann afar sannfærandi 2-0 sigur á Everton sem er nú í fallsæti. Leikskipulag Everton í leiknum var afar varnarsinnað og greinilegt að Frank Lampard ætlaði sér að freista þess að múra fyrir mark sitt. Það gekk ágætlega framan af því fyrri hálfleikur var markalaus og lítið um góð marktækifæri. Liðsmenn Liverpool voru þolinmóðir og fundu svo loks leið framhjá þéttum varnarmúr gestanna á 62.mínútu þegar Andy Robertson skoraði eftir undirbúning Mohamed Salah. Þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin því Everton hafði engin ráð sóknarlega. Divock Origi kom inn af bekknum og gulltryggði sigur Liverpool með marki á 85.mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Liverpool sem hafði mikla yfirburði í leiknum. Liverpool stigi á eftir Man City í baráttunni um meistaratitilinn en Everton er tveimur stigum frá öruggu sæti en á þó leik til góða á Burnley. Fótbolti Enski boltinn
Liverpool hafði betur í baráttunni um Bítlaborgina í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann afar sannfærandi 2-0 sigur á Everton sem er nú í fallsæti. Leikskipulag Everton í leiknum var afar varnarsinnað og greinilegt að Frank Lampard ætlaði sér að freista þess að múra fyrir mark sitt. Það gekk ágætlega framan af því fyrri hálfleikur var markalaus og lítið um góð marktækifæri. Liðsmenn Liverpool voru þolinmóðir og fundu svo loks leið framhjá þéttum varnarmúr gestanna á 62.mínútu þegar Andy Robertson skoraði eftir undirbúning Mohamed Salah. Þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin því Everton hafði engin ráð sóknarlega. Divock Origi kom inn af bekknum og gulltryggði sigur Liverpool með marki á 85.mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Liverpool sem hafði mikla yfirburði í leiknum. Liverpool stigi á eftir Man City í baráttunni um meistaratitilinn en Everton er tveimur stigum frá öruggu sæti en á þó leik til góða á Burnley.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti