Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 62-82 | Haukar tóku heimavallarréttinn til baka í Ljónagryfjunni Siggeir F. Ævarsson skrifar 22. apríl 2022 21:05 Haukar þurfa sigur. Svo einfalt er það. Vísir/Bára Njarðvík tók á móti Haukum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik tvö í úrslitaviðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar rifu heimavallarréttinn úr höndunum á Haukum í fyrsta leiknum sem getur þó reynst tvíeggjað sverð. Það reyndist raunin í kvöld. Þó pressan hafi sennilega átt að vera á Haukum, að tapa ekki tveimur í röð, þá var tæpast minni pressa á Njarðvíkingum að vinna þetta sterka Haukalið tvisvar í röð og nokkuð ljóst að gestirnir myndu mæta dýrvitlausir til leiks. Það varð líka raunin og opnuðu Haukar leikinn með 0-9 áhlaupi. Njarðvíkingar ákváðu þó að láta ekki jarða sig strax í upphafi og svöruðu með 10 stigum og fyrsti leikhlutinn var jafn til enda. Í öðrum leikhluta var eins og Haukar hefðu ákveðið að skrúfa ákefðina aðeins upp og forystan jókst jafnt og þétt. Haiden Palmer, sem átti afleitan skotleik í síðasta leik sem og framan af þessum, lokaði hálfleiknum með risastórum þristi og staðan í hálfleik 32-42. Það fór ekki mikið fyrir Aliyah A'taeya Collier framan af leik.Vísir/Vilhelm Haukar náðu að hemja Aliyah Collier vel framan af leik, en hún var aðeins með 8 stig og 4 fráköst, og 5 tapaða bolta. Teigurinn hjá Haukum var þéttur og töpuðu Njarðvíkingar mörgum boltum þar þegar þær reyndu að þvinga sendingar á leikmenn í þröngum stöðum. Ef það var einhver von í brjósti Njarðvíkinga um sigur eftir fyrri hálfleik þá var hún fljót að fjara út í 3. leikhluta en það tók heimakonur langan tíma að komast á blað og þær settu aðeins 6 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. Þó svo að munurinn væri ef til vill ekki mikill þá voru Haukar alltaf að bæta í og unnu að lokum alla leikhlutana og leikinn með 20 stigum þegar allt var talið til, lokatölur 62-82. Haukar unnu mikilvægan sigur í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Af hverju unnu Haukar? Þær komu einfaldlega ótrúlega einbeittar til leiks, augljóslega staðráðnar í að bæta fyrir slakan leik í Ólafssal. Orkustigið þeirra var allt annað og hærra en Njarðvíkur og eftir 1. leikhluta litu þær aldrei til baka. Þær voru líka að rúlla á 9 leikmönnum og fengu drjúgt framlag úr öllum áttum. Hverjar stóðu uppúr? Haiden Palmer fór mikinn í liði Hauka, sérstaklega eftir því sem leið á leikinn og fór oft illa með varnarmenn Njarðvíkur þegar hún keyrði á körfuna. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier stigahæst en var í strangri gæslu og þurfti að hafa mikið fyrir öllum sínum körfum. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að láta boltann ganga, flæðið í sóknarleiknum var ekki gott og þær töpuðu 21 bolta í kvöld, flestum þeirra í þröngu og þvinguðu spili í teignum sem Haukar voru að loka vel. Hvað gerist næst? Haukar hafa jafnað einvígið og núllstillt heimavallaréttinn á ný. Næsti leikur verður í Ólafssal mánudaginn 25. apríl kl. 19:15 Verðum að vera klókar í því að lesa vörnina þeirra Rúnar Ingi beinir einhverjum vel völdum orðum að Aliyah Collier.Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann væri ekkert sérstaklega stressaður eftir úrslit kvöldsins en tók þó undir með blaðamanni að leikplanið hefði ekki gengið eftir í kvöld. „Nei við ætluðum að gera töluvert betur. En svona eru bara oft þessar seríur, þetta er dagamunur og þær voru orkumeiri hér í kvöld og þær komu okkur meira útúr því sem við vildum gera heldur en við þeim og því fór sem fór.“ Njarðvík tapaði 21 bolta í kvöld og ansi margir þeirra töpuðust í klafsi í teignum, sem Haukar náðu að loka vel. Rúnar hafði þó svör á reiðum höndum. „Þegar við lendum svona mikið undir erum við auðvitað að reyna að búa til einhverjar auðveldar körfur til að koma okkur á bragðið og viljum alveg sækja á körfuna. En við verðum að vera klókar í því að lesa vörnina þeirra þegar þær falla svona rosalega inn í teiginn og nýta okkur það því við erum með fullt af skyttum sem eiga að vera að hreyfa sig fyrir utan þriggjastiga línuna og að setja niður skotin sín. En svo líka þá voru skotin ekkert að falla endilega með okkur í dag, en við förum bara og vinnum í þessum hlutum og mætum hressar í Ólafssal á mánudaginn.“ Einvígið er nú orðið jafn og Rúnar tók undir að það væri einfaldlega galopið á þessum tímapunkti. „Algjörlega. Þetta er bara úrslitakeppnin þannig að ég er bara lítið stressaður yfir þessu. Þær komu og gerðu hrikalega vel í dag og sýndu nokkur ný spil. Nú þurfum við að stokka aftur í bunkanum, fá ný spil og trompa á móti.“ Vissum að við ættum eitthvað inni Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára Bjarni Magnússon þjálfari Hauka, var kampakátur í leikslok eftir að hans konur höfðu rækilega svarað kallinu eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. „Já, þetta er bara skemmtilegt. Eins og ég sagði fyrir leikinn, Njarðvík spilaði vel á okkur í síðasta leik en við vissum að við ættum eitthvað inni. Við þurftum að koma „aggressívar“ inn í kvöld á báðum endum og mér fannst við sýna það bara strax frá fyrstu mínútu leiksins.“ Eftir jafnan leik í upphafi þá tóku Haukar svo til öll völd á vellinum frá miðjum 2. leikhluta. Bjarni gat tekið undir það en nefndi einnig frammistöðu liðsins í 3. leikhluta. „Já svo komum við líka mjög sterkar inn í þriðja leikhlutann. Mér fannst við kannski vera dálitlir klaufar, flýta okkur aðeins of mikið inn á milli í sókninni þegar við vorum að ná stoppum og taka skot sem við viljum ekki vera að taka. En þá vorum við bara „hæpaðar“ og æstar. En heilt yfir bara mjög góður leikur hjá mínum stelpum á báðum endum.“ Í úrslitakeppninni gerist það oft að lið fara að spila á færri leikmönnum, en Bjarni sá enga ástæðu til þess og heldur áfram að sækja djúpt á bekkinn en Haukar spiluðu á níu leikmönnum megnið af leiknum meðan Njarðvík nýtti aðeins sjö. Þetta hlýtur að hjálpa til uppá orkustigið að gera? „Jú en við erum búnar að vera að gera þetta í allan vetur, rúlla á 9 og 10 leikmönnum. Ég treysti bara öllum þessum stelpum. Jana er ekki alltaf að fá margar mínútur en þetta er gríðarlega efnilegur leikmaður og orkustigið alltaf rétt stillt hjá henni og ég treysti henni 100%. Það hjálpar okkur að geta róterað vel og haldið orkustiginu háu í 40 mínútur og það skilaði sér í dag.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar UMF Njarðvík Subway-deild kvenna
Njarðvík tók á móti Haukum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik tvö í úrslitaviðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Njarðvíkingar rifu heimavallarréttinn úr höndunum á Haukum í fyrsta leiknum sem getur þó reynst tvíeggjað sverð. Það reyndist raunin í kvöld. Þó pressan hafi sennilega átt að vera á Haukum, að tapa ekki tveimur í röð, þá var tæpast minni pressa á Njarðvíkingum að vinna þetta sterka Haukalið tvisvar í röð og nokkuð ljóst að gestirnir myndu mæta dýrvitlausir til leiks. Það varð líka raunin og opnuðu Haukar leikinn með 0-9 áhlaupi. Njarðvíkingar ákváðu þó að láta ekki jarða sig strax í upphafi og svöruðu með 10 stigum og fyrsti leikhlutinn var jafn til enda. Í öðrum leikhluta var eins og Haukar hefðu ákveðið að skrúfa ákefðina aðeins upp og forystan jókst jafnt og þétt. Haiden Palmer, sem átti afleitan skotleik í síðasta leik sem og framan af þessum, lokaði hálfleiknum með risastórum þristi og staðan í hálfleik 32-42. Það fór ekki mikið fyrir Aliyah A'taeya Collier framan af leik.Vísir/Vilhelm Haukar náðu að hemja Aliyah Collier vel framan af leik, en hún var aðeins með 8 stig og 4 fráköst, og 5 tapaða bolta. Teigurinn hjá Haukum var þéttur og töpuðu Njarðvíkingar mörgum boltum þar þegar þær reyndu að þvinga sendingar á leikmenn í þröngum stöðum. Ef það var einhver von í brjósti Njarðvíkinga um sigur eftir fyrri hálfleik þá var hún fljót að fjara út í 3. leikhluta en það tók heimakonur langan tíma að komast á blað og þær settu aðeins 6 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. Þó svo að munurinn væri ef til vill ekki mikill þá voru Haukar alltaf að bæta í og unnu að lokum alla leikhlutana og leikinn með 20 stigum þegar allt var talið til, lokatölur 62-82. Haukar unnu mikilvægan sigur í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Af hverju unnu Haukar? Þær komu einfaldlega ótrúlega einbeittar til leiks, augljóslega staðráðnar í að bæta fyrir slakan leik í Ólafssal. Orkustigið þeirra var allt annað og hærra en Njarðvíkur og eftir 1. leikhluta litu þær aldrei til baka. Þær voru líka að rúlla á 9 leikmönnum og fengu drjúgt framlag úr öllum áttum. Hverjar stóðu uppúr? Haiden Palmer fór mikinn í liði Hauka, sérstaklega eftir því sem leið á leikinn og fór oft illa með varnarmenn Njarðvíkur þegar hún keyrði á körfuna. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier stigahæst en var í strangri gæslu og þurfti að hafa mikið fyrir öllum sínum körfum. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk illa að láta boltann ganga, flæðið í sóknarleiknum var ekki gott og þær töpuðu 21 bolta í kvöld, flestum þeirra í þröngu og þvinguðu spili í teignum sem Haukar voru að loka vel. Hvað gerist næst? Haukar hafa jafnað einvígið og núllstillt heimavallaréttinn á ný. Næsti leikur verður í Ólafssal mánudaginn 25. apríl kl. 19:15 Verðum að vera klókar í því að lesa vörnina þeirra Rúnar Ingi beinir einhverjum vel völdum orðum að Aliyah Collier.Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að hann væri ekkert sérstaklega stressaður eftir úrslit kvöldsins en tók þó undir með blaðamanni að leikplanið hefði ekki gengið eftir í kvöld. „Nei við ætluðum að gera töluvert betur. En svona eru bara oft þessar seríur, þetta er dagamunur og þær voru orkumeiri hér í kvöld og þær komu okkur meira útúr því sem við vildum gera heldur en við þeim og því fór sem fór.“ Njarðvík tapaði 21 bolta í kvöld og ansi margir þeirra töpuðust í klafsi í teignum, sem Haukar náðu að loka vel. Rúnar hafði þó svör á reiðum höndum. „Þegar við lendum svona mikið undir erum við auðvitað að reyna að búa til einhverjar auðveldar körfur til að koma okkur á bragðið og viljum alveg sækja á körfuna. En við verðum að vera klókar í því að lesa vörnina þeirra þegar þær falla svona rosalega inn í teiginn og nýta okkur það því við erum með fullt af skyttum sem eiga að vera að hreyfa sig fyrir utan þriggjastiga línuna og að setja niður skotin sín. En svo líka þá voru skotin ekkert að falla endilega með okkur í dag, en við förum bara og vinnum í þessum hlutum og mætum hressar í Ólafssal á mánudaginn.“ Einvígið er nú orðið jafn og Rúnar tók undir að það væri einfaldlega galopið á þessum tímapunkti. „Algjörlega. Þetta er bara úrslitakeppnin þannig að ég er bara lítið stressaður yfir þessu. Þær komu og gerðu hrikalega vel í dag og sýndu nokkur ný spil. Nú þurfum við að stokka aftur í bunkanum, fá ný spil og trompa á móti.“ Vissum að við ættum eitthvað inni Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/Bára Bjarni Magnússon þjálfari Hauka, var kampakátur í leikslok eftir að hans konur höfðu rækilega svarað kallinu eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. „Já, þetta er bara skemmtilegt. Eins og ég sagði fyrir leikinn, Njarðvík spilaði vel á okkur í síðasta leik en við vissum að við ættum eitthvað inni. Við þurftum að koma „aggressívar“ inn í kvöld á báðum endum og mér fannst við sýna það bara strax frá fyrstu mínútu leiksins.“ Eftir jafnan leik í upphafi þá tóku Haukar svo til öll völd á vellinum frá miðjum 2. leikhluta. Bjarni gat tekið undir það en nefndi einnig frammistöðu liðsins í 3. leikhluta. „Já svo komum við líka mjög sterkar inn í þriðja leikhlutann. Mér fannst við kannski vera dálitlir klaufar, flýta okkur aðeins of mikið inn á milli í sókninni þegar við vorum að ná stoppum og taka skot sem við viljum ekki vera að taka. En þá vorum við bara „hæpaðar“ og æstar. En heilt yfir bara mjög góður leikur hjá mínum stelpum á báðum endum.“ Í úrslitakeppninni gerist það oft að lið fara að spila á færri leikmönnum, en Bjarni sá enga ástæðu til þess og heldur áfram að sækja djúpt á bekkinn en Haukar spiluðu á níu leikmönnum megnið af leiknum meðan Njarðvík nýtti aðeins sjö. Þetta hlýtur að hjálpa til uppá orkustigið að gera? „Jú en við erum búnar að vera að gera þetta í allan vetur, rúlla á 9 og 10 leikmönnum. Ég treysti bara öllum þessum stelpum. Jana er ekki alltaf að fá margar mínútur en þetta er gríðarlega efnilegur leikmaður og orkustigið alltaf rétt stillt hjá henni og ég treysti henni 100%. Það hjálpar okkur að geta róterað vel og haldið orkustiginu háu í 40 mínútur og það skilaði sér í dag.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti