Guðríður komin í hald lögreglu Árni Sæberg skrifar 22. apríl 2022 17:49 Styttan hefur verið haldlögð af lögreglu en hún er enn inni í eldflauginni. AÐSEND/REGÍNA HRÖNN Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík. Jónas Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir að styttan sé komin í hald lögreglu, í samtali við Ríkisútvarpið. „Heyrðu hún var nú bara haldlögð í Reykjavík fyrr í dag fyrir ekki svo löngu síðan og í þessum töluðum orðum er hún að lenda á Akranesi á flutningabíl," segir hann. Jónas segir jafnframt að styttan verði geymd á lögreglustöðinni á Akranesi á meðan hún er rannsökuð. Hann segir ákvörðun um ákæru ekki hafa verið tekna í málinu en Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn. Styttunni var stolið sjöunda þessa mánaðar og tveimur dögum seinna kom hún í leitirnar fyrir utan Nýlistasafnið en þó í nýjum búningi. Henni hafði verið komið fyrir inni í stærðarinnar eldflaug. Síðar kom í ljós að styttunni hafði verið stolið sem hluta af listrænum gjörningi. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Lögreglumál Akranes Reykjavík Snæfellsbær Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira
Jónas Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir að styttan sé komin í hald lögreglu, í samtali við Ríkisútvarpið. „Heyrðu hún var nú bara haldlögð í Reykjavík fyrr í dag fyrir ekki svo löngu síðan og í þessum töluðum orðum er hún að lenda á Akranesi á flutningabíl," segir hann. Jónas segir jafnframt að styttan verði geymd á lögreglustöðinni á Akranesi á meðan hún er rannsökuð. Hann segir ákvörðun um ákæru ekki hafa verið tekna í málinu en Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn. Styttunni var stolið sjöunda þessa mánaðar og tveimur dögum seinna kom hún í leitirnar fyrir utan Nýlistasafnið en þó í nýjum búningi. Henni hafði verið komið fyrir inni í stærðarinnar eldflaug. Síðar kom í ljós að styttunni hafði verið stolið sem hluta af listrænum gjörningi. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu styttunni fyrir í eldflaug á skotpalli og segja um að ræða nýtt verk sem þær hafi nefnt Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Bryndís segir að með því að setja styttuna inn í þessa geimflaug vilji þær spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Menning Lögreglumál Akranes Reykjavík Snæfellsbær Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10 Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56
„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13. apríl 2022 20:10
Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. 20. apríl 2022 11:05