Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun