Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ Þessi orð lét Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, falla í ræðu á þingi þess 6. apríl síðastliðinn þar sem fjallað var um frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi undir forystu Vladimírs Pútín, forseta landsins, vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Enn bólar hins vegar ekkert á því að þvingunaraðgerðir sambandsins nái til umfangsmikilla kaupa ríkja þess á olíu og gasi frá Rússlandi. Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Fyrir um mánuði flutti Borrell aðra ræðu á þingi Evrópusambandsins þar sem hann sagði að ríki þess hefðu í raun og veru gert hernað Pútíns mögulegan með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Varað hefði verið við því hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum árum saman en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði sambandið þvert á móti orðið enn háðara rússneskri orku. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðunni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Þúsundir milljarða króna frá ESB til Pútíns Fjárhæðirnar hér að framan eru engir smáaurar en einn milljarður evra samsvarar um 139 milljörðum króna og 35 milljarðar evra um 4.865 milljörðum. Þessar fjárhæðir hafa eðli málsins samkvæmt hækkað umtalsvert frá því að ræða Borrells 6. apríl var flutt. Einkum talan yfir féð sem streymt hefur frá ríkjum Evrópusambandsins í ríkissjóð Rússlands. Hærra verðlag hefur síðan hækkað hana enn frekar. Þá er ljóst að sú fjárhæð hefur verið margfalt hærri á undanförnum árum en um 40% af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um 25% olíunnar. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva öll orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli sambandsins, en ekkert er hins vegar að frétta í þeim efnum hjá Evrópusambandinu sem fyrr segir. Hefur ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan þá staðreynd að ríki Evrópusambandsins hafa vanrækt það að tryggja eigin varnir um langt árabil er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og sumir hafa talað fyrir, með hliðsjón af því að sjálft hefur það engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að orkuöryggi sem er lykilatriði þegar kemur að öryggismálum ríkja. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkis- og öryggismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun