Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 13:31 Carbfix er með starfsemi á Hellisheiði. Carbfix/Gunnar Freyr Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að. Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox. Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna. Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala. Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Vísindi Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Carbfix voru 1.100 umsóknir sendar inn í fyrri umferð Xprize kolefnisverðlauna sem Musk og stofnun hans Musk Foundation standa að. Tvær umsóknir Carbfix voru valdar en þær voru unnar í samstarfi við fyrirtæki sem hafa þróað nýstárlega tækni til að fanga koltvíoxíð úr andrúmslofti, annars vegar Heirloom og hins vegar Verdox. Þáttur Carbfix felst í að nýta tækni fyrirtækisins til að farga koltvíoxíði með öruggum og varanlegum hætti með steinrenningu neðanjarðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Alls voru fimmtán sigurlið valin í þessum fyrri áfanga keppninnar. Hvert sigurlið hlýtur eina milljón dali, um 130 milljónir króna. Allar umsóknir geta þó enn keppt um aðalverðlaunin, 80 milljón dali sem veittar verða aðalverðlaunahöfum árið 2025. Til að vinna aðalverðlaunin þurfa keppendur að hafa sýnt fram á raunverulega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á ársgrundvelli, gert kostnaðaráætlun fyrir eina milljón tonna á ársgrundvelli, og lagt fram raunhæfa áætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á ársgrundvelli með sjálfbærum hætti í framtíðinni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala.
Loftslagsmál Umhverfismál Tækni Vísindi Tengdar fréttir Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 8. febrúar 2021 13:57
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent