Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og sigli því frekar lygnan sjó. Þór/KA í 6. sæti: Gamlar rósir spretta aftur en fleira þarf til Þór/KA og Þrótti Reykjavík er spáð 6. og 5. sæti.Vísir/Hulda Margrét Þór/KA er ekki sama veldi og liðið var fyrir nokkrum árum en er með mikinn efnivið til staðar og hefur í vetur endurheimt uppalda leikmenn með mikla reynslu og gæði. Engu að síður má búast við því að liðið verði á svipuðu róli og í fyrra, um miðja deild, og að Akureyringar þurfi að bíða áfram eftir því að eignast lið í allra fremstu röð eins og þegar liðið varð Íslandsmeistari 2012 og 2017. Þór/KA mætir til leiks með nýja menn í brúnni því Englendingurinn Perry Mclachlan, sem kom fyrst til Akureyrar sem markmannsþjálfari hjá karlaliði Þórs 2019, og Jón Stefán Jónsson tóku við liðinu í vetur. Þeir fá krefjandi verkefni við að færa Þór/KA í rétta átt. Perry starfaði á sínum tíma fyrir kvennalið og akademíu Chelsea og var Andra Hjörvari Albertssyni til aðstoðar hjá Þór/KA síðustu tvö ár. Jón Stefán, sem er íþróttafulltrúi Þórs, hefur áður stýrt kvennaliðum Tindastóls og Hauka en var aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs í fyrra. Fyrir utan risaskell gegn Val gekk Þór/KA ágætlega í Lengjubikarnum en skarðið sem Arna Sif Ásgrímsdóttir skilur eftir sig gæti reynst of stórt til að liðið geri einhverjar rósir í sumar. Þór/KA Ár í deildinni: 23. tímabilið í röð í efstu deild (2001-2005 sem Þór/KA/KS) Besti árangur: Tvisvar Íslandsmeistari (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslit 2013 Sæti í fyrra: 6. sæti Þjálfarar: Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson Markahæst í fyrra: Karen María Sigurgeirsdóttir, 5 mörk Liðið og lykilmenn Það sem háði liði Þórs/KA hvað mest í fyrra var hve illa liðinu gekk að skora mörk. Miðjumaðurin Karen María Sigurgeirsdóttir var markahæst með fimm mörk og hún er farin til Breiðabliks. Meðal annars til að lækna þennan hausverk hefur Þór/KA fengið hina bandarísku Tiffany McCarty sem sannað hefur ágæti sitt með Selfossi og Breiðabliki. Meira munar þó um endurkomu Söndru Maríu Jessen en þessi 27 ára, sóknarsinnaða landsliðskona kvaddi Ísland sem besti leikmaður Íslandsmótsins þegar hún gekk í raðir Leverkusen í Þýskalandi í ársbyrjun 2019. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Sandra eignaðist barn í september á síðasta ári en sýndi í Lengjubikarnum að hún er tilbúin að láta til sín taka í sumar. Margrét Árnadóttir gæti notið sín enn betur með þessa leikmenn í kringum sig í sóknarleiknum. Þar að auki sneri Andrea Mist Pálsdóttir aftur, eftir að hafa síðast leikið með Växjö í sænsku úrvalsdeildinni, og hún styrkir miðjuna mikið. Hryggjarsúlan væri fullkomnuð ef Þór/KA hefði ekki misst einn albesta miðvörð landsins til Vals; Örnu Sif Ásgrímsdóttur. Nýi varnarmaðurinn kvaddi óvænt Hin bandaríska Brooke Lampe var fengin í vörnina en þurfti óvænt frá að hverfa af persónulegum ástæðum og því spurning hvort að Akureyringar styrki sig frekar áður en glugginn lokast. Betri fréttir eru að Jakobína Hjörvarsdóttir er á réttri leið eftir krossbandsslit síðasta sumar og þessi efnilega knattspyrnukona gæti reynst liðinu dýrmæt í stöðu sinni sem bakvörður eða vængbakvörður. Jakobína gæti komið sterk inn í lið Þór/KA í sumar.Skapti Hallgrímsson Sauðkrækingurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir gæti sömuleiðis sprungið út í liðinu eftir að hafa aðallega komið inn af varamannabekknum hjá Breiðabliki síðustu tvö ár, og getur spilað bæði á miðjunni eða úti á kanti. Lykilmenn Þórs/KA Sandra María Jessen, 27 ára sóknarmaður Andrea Mist Pálsdóttir, 23 ára miðjumaður Tiffany McCarty, 31 árs sóknarmaður Fylgist með Hulda Karen Ingvarsdóttir er tvítug en hefur spilað tvær leiktíðir með Þór/KA og byrjaði alla 16 deildarleikina sem hún spilaði í fyrra. Áreiðanlegur leikmaður sem ekki hefur kannski verið mikið í umræðunni en gæti átt eftir að blómstra í vörninni í sumar, sem bakvörður eða einn af þremur miðvörðum, við hlið Huldu Bjargar Hannesdóttur sem kemur til með að stýra varnarleiknum. Í besta/versta falli Ef varnarleikurinn versnar ekki of mikið með brotthvarfi Örnu, og skyndilegu brotthvarfi Lampe, þá er Þór/KA að minnsta kosti núna með ný og beitt vopn í sókninni og gæti hæglega barist um 3. sæti deildarinnar. Það þarf allt að fara í vaskinn svo að Þór/KA verði í einhverri fallbaráttu en nýtt þjálfarateymi á þó vissulega eftir að sanna sig í efstu deild. Þróttur R. í 5. sæti: Tekst ekki að byggja ofan á árangur síðasta tímabils Þróttur Reykjavík átti sannkallað draumatímabil á síðustu leiktíð. Nær allt gekk hjá liðinu sem endaði í 3. sæti efstu deildar og fór alla leið í bikarúrslit. Það var hins vegar töluvert styttra niður töfluna heldur en upp. Þrátt fyrir að enda í þriðja sæti þá var Þróttur R. 16 stig á eftir Íslandsmeisturum Vals en aðeins sjö stigum á undan ÍBV í 7. sætinu. Eftir að hafa unnið Reykjavíkurmótið eins og frægt er orðið þá gekk ekkert upp hjá liðinu í Lengjubikarnum þar sem aðeins einn leikur vannst. Alls tóku 28 leikmenn þátt í leikjunum fimm og var mikið rót á liðinu. Undanfarin ár hefur Þróttur verið liða klókast á leikmannamarkaðnum og sótt mjög öfluga erlenda leikmenn sem hafa reynst gulls ígildi. Þar má nefna Lauren Wade, Mary Alice Vignola og Katie Cousins til að mynda. Tvær síðarnefndu leika í dag með Angel City í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Eitthvað virðist slíkum sendingum í Laugardalinn hafa fækkað þar sem liðið hefur aðeins sótt erlendan leikmann í vetur. Sá er hins vegar ekki kominn með leikheimild samkvæmt vef KSÍ. Þróttur Reykjavík Ár í deildinni: Þriðja Besti árangur: 3. sæti (2022) Best í bikar: Einu sinni komist í úrslit (2022) Sæti í fyrra: Þriðja Þjálfari: Nik Chamberlain Markahæst í fyrra: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 8 mörk Liðið og lykilmenn Þrátt fyrir að aðeins einn erlendur leikmaður hafi verið sóttur hafa Þróttarar verið duglegir á leikmannamarkaðnum í sumar. Vissulega tilkynnti félagið að ástralski miðvörðurnn Gema Simon myndi spila með liðinu í sumar og því verður spenanndi að sjá hvort félagaskiptin detti inn áður en mótið fer af stað. Gema Simon, Ástralinn í liði Þróttar.Þróttur Reykjavík Ásamt Ástralanum hafa alls fimm leikmenn samið við Þrótt á undanförnum mánuðum. María Eva Eyjólfsdóttir kom frá Fylki. Sæunn Björnsdóttir kom frá Haukum eftir að hafa verið á láni hjá Fylki í fyrra. Danielle Marcano kom frá HK. Hin unga og efnilega Katla Tryggvadóttir frá Val. Markamaskínan Freyja Karín Þorvarðardóttir kom frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni Þróttur eykur þar með breiddina í leikmannahópi sínum en liðið er enn aðeins með einn markvörð og spurning hvort Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, þurfi að grípa í hanskana í sumar. Þá fer ekkert á milli mála að Katie Cousins verður sárt saknað en hún var stórkostleg á miðri miðju liðsins síðasta sumar. Ásamt því að stýra öllu spili þá skoraði hún sjö af 36 mörkum liðsins. Þá má ekki gleyma Dani Rhodes - unnustu eins besta varnarmanns NFL-deildarinnar - en hún kom inn um mitt sumar og skoraði þrjú mörk í átta leikjum ásamt því að ógna með hraða sínum og krafti. Það má því færa rök fyrir því að leikmannahópur Þróttar sé stærri en á síðustu leiktíð en hvort sömu gæði séu til staðar mun fljótlega koma í ljós. Lykilkonur Þróttar R. Íris Dögg Gunnarsdóttir, 32 ára, markvörður Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, 21 árs, miðjumaður Andra Rut Bjarnadóttir, 18 ára, sóknartengiliður Fylgist með Miðjumaðurinn Katla Tryggvadóttir er fædd árið 2005 en lék þó fimm leiki með Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð. Færði sig um set í Reykjavík og mun leika með Þrótti í sumar. Er talin gríðarlegt efni og búist við miklu af henni í Laugardalnum þrátt fyrir ungan aldur. Í besta/versta falli Í besta falli byggir Þróttur ofan á góðan árangur síðustu tveggja ára, heldur áfram uppbyggingu sinni og berst um þriðja sætið í sumar. Í versta falli er uppbyggingin á enda og skortur á erlendum gæðaleikmönnum mun hafa of mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 23. apríl 2022 10:00 Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Stuð á Suðurlandi og Stjarnan skín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 25. apríl 2022 10:01 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og sigli því frekar lygnan sjó. Þór/KA í 6. sæti: Gamlar rósir spretta aftur en fleira þarf til Þór/KA og Þrótti Reykjavík er spáð 6. og 5. sæti.Vísir/Hulda Margrét Þór/KA er ekki sama veldi og liðið var fyrir nokkrum árum en er með mikinn efnivið til staðar og hefur í vetur endurheimt uppalda leikmenn með mikla reynslu og gæði. Engu að síður má búast við því að liðið verði á svipuðu róli og í fyrra, um miðja deild, og að Akureyringar þurfi að bíða áfram eftir því að eignast lið í allra fremstu röð eins og þegar liðið varð Íslandsmeistari 2012 og 2017. Þór/KA mætir til leiks með nýja menn í brúnni því Englendingurinn Perry Mclachlan, sem kom fyrst til Akureyrar sem markmannsþjálfari hjá karlaliði Þórs 2019, og Jón Stefán Jónsson tóku við liðinu í vetur. Þeir fá krefjandi verkefni við að færa Þór/KA í rétta átt. Perry starfaði á sínum tíma fyrir kvennalið og akademíu Chelsea og var Andra Hjörvari Albertssyni til aðstoðar hjá Þór/KA síðustu tvö ár. Jón Stefán, sem er íþróttafulltrúi Þórs, hefur áður stýrt kvennaliðum Tindastóls og Hauka en var aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs í fyrra. Fyrir utan risaskell gegn Val gekk Þór/KA ágætlega í Lengjubikarnum en skarðið sem Arna Sif Ásgrímsdóttir skilur eftir sig gæti reynst of stórt til að liðið geri einhverjar rósir í sumar. Þór/KA Ár í deildinni: 23. tímabilið í röð í efstu deild (2001-2005 sem Þór/KA/KS) Besti árangur: Tvisvar Íslandsmeistari (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslit 2013 Sæti í fyrra: 6. sæti Þjálfarar: Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson Markahæst í fyrra: Karen María Sigurgeirsdóttir, 5 mörk Liðið og lykilmenn Það sem háði liði Þórs/KA hvað mest í fyrra var hve illa liðinu gekk að skora mörk. Miðjumaðurin Karen María Sigurgeirsdóttir var markahæst með fimm mörk og hún er farin til Breiðabliks. Meðal annars til að lækna þennan hausverk hefur Þór/KA fengið hina bandarísku Tiffany McCarty sem sannað hefur ágæti sitt með Selfossi og Breiðabliki. Meira munar þó um endurkomu Söndru Maríu Jessen en þessi 27 ára, sóknarsinnaða landsliðskona kvaddi Ísland sem besti leikmaður Íslandsmótsins þegar hún gekk í raðir Leverkusen í Þýskalandi í ársbyrjun 2019. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Sandra eignaðist barn í september á síðasta ári en sýndi í Lengjubikarnum að hún er tilbúin að láta til sín taka í sumar. Margrét Árnadóttir gæti notið sín enn betur með þessa leikmenn í kringum sig í sóknarleiknum. Þar að auki sneri Andrea Mist Pálsdóttir aftur, eftir að hafa síðast leikið með Växjö í sænsku úrvalsdeildinni, og hún styrkir miðjuna mikið. Hryggjarsúlan væri fullkomnuð ef Þór/KA hefði ekki misst einn albesta miðvörð landsins til Vals; Örnu Sif Ásgrímsdóttur. Nýi varnarmaðurinn kvaddi óvænt Hin bandaríska Brooke Lampe var fengin í vörnina en þurfti óvænt frá að hverfa af persónulegum ástæðum og því spurning hvort að Akureyringar styrki sig frekar áður en glugginn lokast. Betri fréttir eru að Jakobína Hjörvarsdóttir er á réttri leið eftir krossbandsslit síðasta sumar og þessi efnilega knattspyrnukona gæti reynst liðinu dýrmæt í stöðu sinni sem bakvörður eða vængbakvörður. Jakobína gæti komið sterk inn í lið Þór/KA í sumar.Skapti Hallgrímsson Sauðkrækingurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir gæti sömuleiðis sprungið út í liðinu eftir að hafa aðallega komið inn af varamannabekknum hjá Breiðabliki síðustu tvö ár, og getur spilað bæði á miðjunni eða úti á kanti. Lykilmenn Þórs/KA Sandra María Jessen, 27 ára sóknarmaður Andrea Mist Pálsdóttir, 23 ára miðjumaður Tiffany McCarty, 31 árs sóknarmaður Fylgist með Hulda Karen Ingvarsdóttir er tvítug en hefur spilað tvær leiktíðir með Þór/KA og byrjaði alla 16 deildarleikina sem hún spilaði í fyrra. Áreiðanlegur leikmaður sem ekki hefur kannski verið mikið í umræðunni en gæti átt eftir að blómstra í vörninni í sumar, sem bakvörður eða einn af þremur miðvörðum, við hlið Huldu Bjargar Hannesdóttur sem kemur til með að stýra varnarleiknum. Í besta/versta falli Ef varnarleikurinn versnar ekki of mikið með brotthvarfi Örnu, og skyndilegu brotthvarfi Lampe, þá er Þór/KA að minnsta kosti núna með ný og beitt vopn í sókninni og gæti hæglega barist um 3. sæti deildarinnar. Það þarf allt að fara í vaskinn svo að Þór/KA verði í einhverri fallbaráttu en nýtt þjálfarateymi á þó vissulega eftir að sanna sig í efstu deild. Þróttur R. í 5. sæti: Tekst ekki að byggja ofan á árangur síðasta tímabils Þróttur Reykjavík átti sannkallað draumatímabil á síðustu leiktíð. Nær allt gekk hjá liðinu sem endaði í 3. sæti efstu deildar og fór alla leið í bikarúrslit. Það var hins vegar töluvert styttra niður töfluna heldur en upp. Þrátt fyrir að enda í þriðja sæti þá var Þróttur R. 16 stig á eftir Íslandsmeisturum Vals en aðeins sjö stigum á undan ÍBV í 7. sætinu. Eftir að hafa unnið Reykjavíkurmótið eins og frægt er orðið þá gekk ekkert upp hjá liðinu í Lengjubikarnum þar sem aðeins einn leikur vannst. Alls tóku 28 leikmenn þátt í leikjunum fimm og var mikið rót á liðinu. Undanfarin ár hefur Þróttur verið liða klókast á leikmannamarkaðnum og sótt mjög öfluga erlenda leikmenn sem hafa reynst gulls ígildi. Þar má nefna Lauren Wade, Mary Alice Vignola og Katie Cousins til að mynda. Tvær síðarnefndu leika í dag með Angel City í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Eitthvað virðist slíkum sendingum í Laugardalinn hafa fækkað þar sem liðið hefur aðeins sótt erlendan leikmann í vetur. Sá er hins vegar ekki kominn með leikheimild samkvæmt vef KSÍ. Þróttur Reykjavík Ár í deildinni: Þriðja Besti árangur: 3. sæti (2022) Best í bikar: Einu sinni komist í úrslit (2022) Sæti í fyrra: Þriðja Þjálfari: Nik Chamberlain Markahæst í fyrra: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 8 mörk Liðið og lykilmenn Þrátt fyrir að aðeins einn erlendur leikmaður hafi verið sóttur hafa Þróttarar verið duglegir á leikmannamarkaðnum í sumar. Vissulega tilkynnti félagið að ástralski miðvörðurnn Gema Simon myndi spila með liðinu í sumar og því verður spenanndi að sjá hvort félagaskiptin detti inn áður en mótið fer af stað. Gema Simon, Ástralinn í liði Þróttar.Þróttur Reykjavík Ásamt Ástralanum hafa alls fimm leikmenn samið við Þrótt á undanförnum mánuðum. María Eva Eyjólfsdóttir kom frá Fylki. Sæunn Björnsdóttir kom frá Haukum eftir að hafa verið á láni hjá Fylki í fyrra. Danielle Marcano kom frá HK. Hin unga og efnilega Katla Tryggvadóttir frá Val. Markamaskínan Freyja Karín Þorvarðardóttir kom frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni Þróttur eykur þar með breiddina í leikmannahópi sínum en liðið er enn aðeins með einn markvörð og spurning hvort Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, þurfi að grípa í hanskana í sumar. Þá fer ekkert á milli mála að Katie Cousins verður sárt saknað en hún var stórkostleg á miðri miðju liðsins síðasta sumar. Ásamt því að stýra öllu spili þá skoraði hún sjö af 36 mörkum liðsins. Þá má ekki gleyma Dani Rhodes - unnustu eins besta varnarmanns NFL-deildarinnar - en hún kom inn um mitt sumar og skoraði þrjú mörk í átta leikjum ásamt því að ógna með hraða sínum og krafti. Það má því færa rök fyrir því að leikmannahópur Þróttar sé stærri en á síðustu leiktíð en hvort sömu gæði séu til staðar mun fljótlega koma í ljós. Lykilkonur Þróttar R. Íris Dögg Gunnarsdóttir, 32 ára, markvörður Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, 21 árs, miðjumaður Andra Rut Bjarnadóttir, 18 ára, sóknartengiliður Fylgist með Miðjumaðurinn Katla Tryggvadóttir er fædd árið 2005 en lék þó fimm leiki með Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð. Færði sig um set í Reykjavík og mun leika með Þrótti í sumar. Er talin gríðarlegt efni og búist við miklu af henni í Laugardalnum þrátt fyrir ungan aldur. Í besta/versta falli Í besta falli byggir Þróttur ofan á góðan árangur síðustu tveggja ára, heldur áfram uppbyggingu sinni og berst um þriðja sætið í sumar. Í versta falli er uppbyggingin á enda og skortur á erlendum gæðaleikmönnum mun hafa of mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Þór/KA Ár í deildinni: 23. tímabilið í röð í efstu deild (2001-2005 sem Þór/KA/KS) Besti árangur: Tvisvar Íslandsmeistari (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslit 2013 Sæti í fyrra: 6. sæti Þjálfarar: Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson Markahæst í fyrra: Karen María Sigurgeirsdóttir, 5 mörk
Lykilmenn Þórs/KA Sandra María Jessen, 27 ára sóknarmaður Andrea Mist Pálsdóttir, 23 ára miðjumaður Tiffany McCarty, 31 árs sóknarmaður
Þróttur Reykjavík Ár í deildinni: Þriðja Besti árangur: 3. sæti (2022) Best í bikar: Einu sinni komist í úrslit (2022) Sæti í fyrra: Þriðja Þjálfari: Nik Chamberlain Markahæst í fyrra: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, 8 mörk
Lykilkonur Þróttar R. Íris Dögg Gunnarsdóttir, 32 ára, markvörður Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, 21 árs, miðjumaður Andra Rut Bjarnadóttir, 18 ára, sóknartengiliður
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 23. apríl 2022 10:00
Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Stuð á Suðurlandi og Stjarnan skín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 25. apríl 2022 10:01