„Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Hafdís hefur menntað sig í tengslum við svefnvenjur barna. Það kannast eflaust margir foreldrar við svefnlausar nætur með ungabarn og oft á tíðum eru foreldrar ráðalausir og vita ekki hvernig þeir eiga snúa sér í þeim málum. Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira