Björgvin gaf í skyn að leikmenn Fram skytu viljandi í höfuðið á sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 09:31 Björgvin Páll Gústavsson var ekki ánægður með leikmenn Fram. vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir tíu marka sigur á Fram, 34-24, í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gær var Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, ekki sáttur í leikslok. Honum fannst leikmenn Fram gera í því að skjóta boltanum nálægt höfði sínu. Björgvin þurfti að hvíla eftir að hafa fengið skot í höfuðið á æfingu fyrr í þessum mánuði. Honum fannst leikmenn Fram skjóta full nálægt eða hreinlega viljandi í höfuð sitt í leiknum í gær. „Ég átti von á að þeir myndu berja okkur í andlitið og ég átti von á því að þeir fengju rautt spjald. Ég átti von á því að fá boltann yfir hausinn og í hausinn. Þetta er það sama og gerðist í síðasta leik og það eru skýr skilaboð. Þeir ætla að fara þannig út,“ sagði Björgvin við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í gær. „Annaðhvort gera þeir þetta viljandi eða eru svona lélegir. Ég veit þeir eru góðir handboltamenn, svo það hlýtur að vera það fyrra. Ég er búinn að fá fjögur skot í hausinn frá þeim í tveimur leikjum. Þeir vita að ég fékk skot í hausinn um daginn og það er um að gera að keyra á það þá. Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim. Það eru skýr skilaboð að skjóta yfir hausinn á mér eða í hausinn á mér. Þeir verða að svara fyrir það.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, gaf lítið fyrir þessi ummæli Björgvins þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þeim. „Ég ætla ekki að svara svona bulli,“ sagði Einar einfaldlega við mbl.is. Björgvin átti góðan leik fyrir Val í gær og varði tólf skot, þar af tvö vítaköst. Hann var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu. Fram og Valur mætast öðru sinni í Safamýrinni á sunnudaginn. Með sigri þar komast Valsmenn í undanúrslit. Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Björgvin þurfti að hvíla eftir að hafa fengið skot í höfuðið á æfingu fyrr í þessum mánuði. Honum fannst leikmenn Fram skjóta full nálægt eða hreinlega viljandi í höfuð sitt í leiknum í gær. „Ég átti von á að þeir myndu berja okkur í andlitið og ég átti von á því að þeir fengju rautt spjald. Ég átti von á því að fá boltann yfir hausinn og í hausinn. Þetta er það sama og gerðist í síðasta leik og það eru skýr skilaboð. Þeir ætla að fara þannig út,“ sagði Björgvin við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í gær. „Annaðhvort gera þeir þetta viljandi eða eru svona lélegir. Ég veit þeir eru góðir handboltamenn, svo það hlýtur að vera það fyrra. Ég er búinn að fá fjögur skot í hausinn frá þeim í tveimur leikjum. Þeir vita að ég fékk skot í hausinn um daginn og það er um að gera að keyra á það þá. Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim. Það eru skýr skilaboð að skjóta yfir hausinn á mér eða í hausinn á mér. Þeir verða að svara fyrir það.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, gaf lítið fyrir þessi ummæli Björgvins þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við þeim. „Ég ætla ekki að svara svona bulli,“ sagði Einar einfaldlega við mbl.is. Björgvin átti góðan leik fyrir Val í gær og varði tólf skot, þar af tvö vítaköst. Hann var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu. Fram og Valur mætast öðru sinni í Safamýrinni á sunnudaginn. Með sigri þar komast Valsmenn í undanúrslit.
Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira