Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2022 13:30 Oddný Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingar telur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög við sölu á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Hann vísar því alfarið á bug. Vísir Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar var fjármálaráðherra á árunum 2011-2012 en í þeirri tíð voru sett lög um sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hún telur að fjórða grein laganna hafi verið brotin við söluna á Íslandsbanka þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. „Samkvæmt lögunum er ferillinn alveg skýr. Þar er hlutverk Bankasýslu útskýrt og ráðherra. Lokaniðurstaðan á að vera á fjármálaráðherra að undirrita kauptilboðin sem bárust í Íslandsbanka og hvernig sem þetta snýst eða hefur verið gert þá er ábyrgð hans ekki bara pólitísk heldur líka skýr samkvæmt lögum. Og ef það er rétt sem hann segir sjálfur að hann hafi ekkert vitað þá hefur hann brotið lög því það er stórkostlegt gáleysi,“ segir Oddný. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu svarar Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ segir hún. Telur mikilvægt að Rannsóknarnefnd fari yfir söluna Hún segir ekki nóg að Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlit geri úttekt á sölunni, það þurfi að skipa rannsóknarnefnd og fjármálaráðherra þurfi að víkja „Þetta er mjög alvarlegt mál einkum vegna þess að það er ekki svo langt síðan að íslenska þjóðin var keyrð í þrot af íslenskum bönkum. Bankarnir settu okkur á hausinn, þannig að það verður að vanda enn betur til verka en ella. Það er þarna pólitísk ábyrgð og lagaleg ábyrgð sem fjármálaráðherra ber. Hann verður að stíga til hliðar. Það er ásýnd ríkisstjórnarinnar sem er þarna líka undir og þess vegna verður hann að stíga til hliðar. En jafnframt verður að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um söluna. Til að kortleggja hvað fór úrskeiðis,“ segir hún. Oddný gagnrýnir sölumeðferðina í heild hún beri merki um einkavinavæðingu og spillingu. „Mér finnst þetta vera spilling. Þegar að bankarnir voru einkavæddir um síðustu aldamót var talað um einkavinavæðingu og það er nákvæmlega það orð sem kemur upp í hugann nú,“ segir Oddný. Hún gerir miklar athugasemdir við að eigendur banka fyrir fjármálahrunið hafi fengið að kaupa nú. „Það kemur fram í greinargerð með lögunum hverjir æskilegir eigendur bankanna eigi að vera. Það eigi að vera traustir langtíma fjárfestar með reynslu af bankarekstri og það er engin ástæða til að rétta öðrum hluti á afslætti en þeim sem eru að hugsa til lengri tíma. Þeir sem keyptu fyrir litlar fjárhæðir og seldu strax hafa ekki þann tilgang að styrkja íslenskt bankakerfi. Það eitthvað allt annað þar á ferðinni,“ segir Oddný. Fjármálaráðherra vísar ásökunum á bug Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar þessum ásökunum algjörlega á bug. „Þessu vísa ég alfarið á bug. Við komum á fót Bankasýslunni til að tryggja ákveðna hlutlægni við meðferð þessara mála. Það er alveg skýrt að þegar lögin og greinargerð með þeim eru lesin saman. Þá er gert ráð fyrir að Bankasýslunni sé falið að ganga frá. Og í útboðsfyrirkomulagi er ekki gert ráð fyrir því að ráðherra sé að fara með einhverjum huglægum hætti yfir það hvort eigi að samþykkja hvern og einn kaupanda. Það eru til hlutlægar reglur sem tryggja ákveðna armslengd frá stjórnmálunum,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hyggilegt að fara yfir kauptilboðin svarar Bjarni. „Í hvaða tilgangi hefði átt að gera það? Það er ekki bæði hægt að halda því fram stjórnmálamaður hafi hand valið þá sem tóku þátt í útboðinu og segja svo að hann hefði átt að gera það. Þessi málflutningur gengur ekki upp,“ segir Bjarni. Bjarni segir aðspurður óþarfi að kalla saman rannsóknarnefnd Alþingis á þessum tímapunkti. „Hvað er það sem þú telur að kalli á að rannsóknarnefnd komi að málinu? Hvað á að rannsaka? Núna stendur yfir athugun Ríkisendurskoðunar um hvort það hafi verið fylgt lögum og góðum stjórnsýslu venjum. Þá er Fjármálaeftirlitið að framkvæma sitt eftirlitshlutverk með fjármálafyrirtækjum þannig að mér sýnist þessi atriði sem hafa verið nefnd séu til góðrar skoðunar hjá til þess bærum aðilum. Það sé engin þörf á því á þessu stigi máls að kalla saman rannsóknarnefnd með frekari rannsóknarheimildir,“ segir hann. Hef ekki séð ástæðu til að víkja Aðspurður um hvort hann hafi hugleitt kröfu stjórnarandstöðunnar um að víkja svarar Bjarni: „Það er ekki nýtt fyrir mér að pólitískir andstæðingar óski þess að ég víki úr embætti og ég hef ekki komið auga á ástæðu til að gera það. Þó að hér séu átök um þá pólitísku stefnumörkun sem að ég hef staðið fyrir og er ánægður með og við erum að fylgja sem er að losa ríkið úr samkeppnisrekstri á fjármálamarkaði. Ég mun áfram tala fyrir því að það sé farsæl og skynsamleg stefna sem hafi sýnt sig nú þegar og hefur skilað ríkissjóði gríðarlega miklum ávinningi.“ Aðspurður um hvers vegna hann hafi þá ákveðið að leggja Bankasýsluna niður svarar Bjarni: „Það er ákvörðun sem horfir til framtíðar. Það er ákvörðun sem felur í sér að við erum að hlusta á gagnrýni. Við viljum staldra við með söluna. Við viljum leggja til við Alþingi að við förum í framtíðinni aðrar leiðir. Það sem snýr að útboðinu sem afstaðið það er til skoðunar hjá til þess bærum aðilum og við vonum að sú niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Ég hef ekki komið auga á neinn ennþá sem að klagar upp á lög eða þá ábyrgð sem að ég ætla mér að axla.“ Aðspurður um hvernig ríkisstjórnin ætli að ná aftur trausti almennings vegna sölunnar svarar hann: „Það getur tekið einhvern tíma. Ég held að þegar frá líður og þegar við höfum fengið niðurstöður úr þessum athugunum þá munum við ná áföngum í þeirri leið. Þegar mesti bylurinn er yfirstaðinn þá mun málið skýrast og sjást í öðru ljósi.“ Aðspurður um hvort hann sé farinn að huga að næstu skrefum komi í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin í útboðinu svarar hann: „Ég ætla alls ekki að gera það. Ég ætla bara að taka eitt skref í einu. Það er margt sem heppnaðist mjög vel. Við höfum stóraukið virði fyrirtækjanna í höndum ríkisins. Það eru atriði sem varða framkvæmd útboðsins sem standa út af og það vill engin frekar en ég varpa ljósi á það sem hefur verið til skoðunar.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar var fjármálaráðherra á árunum 2011-2012 en í þeirri tíð voru sett lög um sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hún telur að fjórða grein laganna hafi verið brotin við söluna á Íslandsbanka þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. „Samkvæmt lögunum er ferillinn alveg skýr. Þar er hlutverk Bankasýslu útskýrt og ráðherra. Lokaniðurstaðan á að vera á fjármálaráðherra að undirrita kauptilboðin sem bárust í Íslandsbanka og hvernig sem þetta snýst eða hefur verið gert þá er ábyrgð hans ekki bara pólitísk heldur líka skýr samkvæmt lögum. Og ef það er rétt sem hann segir sjálfur að hann hafi ekkert vitað þá hefur hann brotið lög því það er stórkostlegt gáleysi,“ segir Oddný. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu svarar Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ segir hún. Telur mikilvægt að Rannsóknarnefnd fari yfir söluna Hún segir ekki nóg að Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlit geri úttekt á sölunni, það þurfi að skipa rannsóknarnefnd og fjármálaráðherra þurfi að víkja „Þetta er mjög alvarlegt mál einkum vegna þess að það er ekki svo langt síðan að íslenska þjóðin var keyrð í þrot af íslenskum bönkum. Bankarnir settu okkur á hausinn, þannig að það verður að vanda enn betur til verka en ella. Það er þarna pólitísk ábyrgð og lagaleg ábyrgð sem fjármálaráðherra ber. Hann verður að stíga til hliðar. Það er ásýnd ríkisstjórnarinnar sem er þarna líka undir og þess vegna verður hann að stíga til hliðar. En jafnframt verður að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um söluna. Til að kortleggja hvað fór úrskeiðis,“ segir hún. Oddný gagnrýnir sölumeðferðina í heild hún beri merki um einkavinavæðingu og spillingu. „Mér finnst þetta vera spilling. Þegar að bankarnir voru einkavæddir um síðustu aldamót var talað um einkavinavæðingu og það er nákvæmlega það orð sem kemur upp í hugann nú,“ segir Oddný. Hún gerir miklar athugasemdir við að eigendur banka fyrir fjármálahrunið hafi fengið að kaupa nú. „Það kemur fram í greinargerð með lögunum hverjir æskilegir eigendur bankanna eigi að vera. Það eigi að vera traustir langtíma fjárfestar með reynslu af bankarekstri og það er engin ástæða til að rétta öðrum hluti á afslætti en þeim sem eru að hugsa til lengri tíma. Þeir sem keyptu fyrir litlar fjárhæðir og seldu strax hafa ekki þann tilgang að styrkja íslenskt bankakerfi. Það eitthvað allt annað þar á ferðinni,“ segir Oddný. Fjármálaráðherra vísar ásökunum á bug Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar þessum ásökunum algjörlega á bug. „Þessu vísa ég alfarið á bug. Við komum á fót Bankasýslunni til að tryggja ákveðna hlutlægni við meðferð þessara mála. Það er alveg skýrt að þegar lögin og greinargerð með þeim eru lesin saman. Þá er gert ráð fyrir að Bankasýslunni sé falið að ganga frá. Og í útboðsfyrirkomulagi er ekki gert ráð fyrir því að ráðherra sé að fara með einhverjum huglægum hætti yfir það hvort eigi að samþykkja hvern og einn kaupanda. Það eru til hlutlægar reglur sem tryggja ákveðna armslengd frá stjórnmálunum,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hyggilegt að fara yfir kauptilboðin svarar Bjarni. „Í hvaða tilgangi hefði átt að gera það? Það er ekki bæði hægt að halda því fram stjórnmálamaður hafi hand valið þá sem tóku þátt í útboðinu og segja svo að hann hefði átt að gera það. Þessi málflutningur gengur ekki upp,“ segir Bjarni. Bjarni segir aðspurður óþarfi að kalla saman rannsóknarnefnd Alþingis á þessum tímapunkti. „Hvað er það sem þú telur að kalli á að rannsóknarnefnd komi að málinu? Hvað á að rannsaka? Núna stendur yfir athugun Ríkisendurskoðunar um hvort það hafi verið fylgt lögum og góðum stjórnsýslu venjum. Þá er Fjármálaeftirlitið að framkvæma sitt eftirlitshlutverk með fjármálafyrirtækjum þannig að mér sýnist þessi atriði sem hafa verið nefnd séu til góðrar skoðunar hjá til þess bærum aðilum. Það sé engin þörf á því á þessu stigi máls að kalla saman rannsóknarnefnd með frekari rannsóknarheimildir,“ segir hann. Hef ekki séð ástæðu til að víkja Aðspurður um hvort hann hafi hugleitt kröfu stjórnarandstöðunnar um að víkja svarar Bjarni: „Það er ekki nýtt fyrir mér að pólitískir andstæðingar óski þess að ég víki úr embætti og ég hef ekki komið auga á ástæðu til að gera það. Þó að hér séu átök um þá pólitísku stefnumörkun sem að ég hef staðið fyrir og er ánægður með og við erum að fylgja sem er að losa ríkið úr samkeppnisrekstri á fjármálamarkaði. Ég mun áfram tala fyrir því að það sé farsæl og skynsamleg stefna sem hafi sýnt sig nú þegar og hefur skilað ríkissjóði gríðarlega miklum ávinningi.“ Aðspurður um hvers vegna hann hafi þá ákveðið að leggja Bankasýsluna niður svarar Bjarni: „Það er ákvörðun sem horfir til framtíðar. Það er ákvörðun sem felur í sér að við erum að hlusta á gagnrýni. Við viljum staldra við með söluna. Við viljum leggja til við Alþingi að við förum í framtíðinni aðrar leiðir. Það sem snýr að útboðinu sem afstaðið það er til skoðunar hjá til þess bærum aðilum og við vonum að sú niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Ég hef ekki komið auga á neinn ennþá sem að klagar upp á lög eða þá ábyrgð sem að ég ætla mér að axla.“ Aðspurður um hvernig ríkisstjórnin ætli að ná aftur trausti almennings vegna sölunnar svarar hann: „Það getur tekið einhvern tíma. Ég held að þegar frá líður og þegar við höfum fengið niðurstöður úr þessum athugunum þá munum við ná áföngum í þeirri leið. Þegar mesti bylurinn er yfirstaðinn þá mun málið skýrast og sjást í öðru ljósi.“ Aðspurður um hvort hann sé farinn að huga að næstu skrefum komi í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin í útboðinu svarar hann: „Ég ætla alls ekki að gera það. Ég ætla bara að taka eitt skref í einu. Það er margt sem heppnaðist mjög vel. Við höfum stóraukið virði fyrirtækjanna í höndum ríkisins. Það eru atriði sem varða framkvæmd útboðsins sem standa út af og það vill engin frekar en ég varpa ljósi á það sem hefur verið til skoðunar.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31 Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Ríkisstjórnin hunsaði viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar Hvers vegna hunsuðu Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir ekki aðeins viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar á Alþingi heldur einnig viðvörunarorð Lilju Alfreðsdóttur samráðherra í ríkisstjórn þegar fimmtungshlutur í Íslandsbanka var seldur núna í mars? 20. apríl 2022 12:31
Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21