Áslaug Hulda er formaður bæjarráðs Garðabæjar og hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bænum frá 2010.
Áslaug Hulda sóttist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún bauð lægri hlut fyrir Almari Guðmundssyni og ákvað í kjölfarið að þiggja ekki sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar.
Hún verður því ekki í framboði í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí næstkomandi.
Áslaug Hulda er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Áslaug Hulda hafi Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu á sviði nýsköpunar og menntamála. Hún hafi meðal annars komið að uppbyggingu plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling og var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.