Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2022 09:32 Eggert Gunnþór Jónsson er með samning við FH sem gildir til loka keppnistímabilsins í október. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar. Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira