Miami í toppmálum | Ingram og Morant öflugir er Pelicans og Grizzlies jöfnuðu metin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 07:30 Jimmy var magnaður í nótt. Michael Reaves/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami Heat er komið 2-0 yfir gegn Atlanta Hawks, New Orleans Pelicans jöfnuðu metin gegn toppliði Phoenix Suns og Memphis Grizzlies jöfnuðu einnig metin gegn Minnesota Timberwolves. Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum