Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. apríl 2022 15:45 Úkraínskir hermenn ganga við ónýta brú í Irpin við Kænugarð. AP/Emilio Morenatti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira