Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. apríl 2022 15:45 Úkraínskir hermenn ganga við ónýta brú í Irpin við Kænugarð. AP/Emilio Morenatti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira