Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2022 19:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið að víkja Bankasýslunni frá vegna gagnrýni sem fram hefur komið um sölu Íslandsbanka. Jón Gunnar Jónsson forstjóri stofnunarinnar segir að allt hafi verið gert í samræmi við lög. Stofnunin sé hins vegar að kanna lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum. Vísir Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram vegna sölunnar á Íslandsbanka. Meðal annars hefur verið gagnrýnt að söluaðilar keyptu í útboðinu, aðilar sem keyptu um fjórðung hlutafjárs séu þegar búnir að selja að hluta og einhverjir fjárfestar hafi fengið lán fyrir kaupunum. Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið kanna nú söluna. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú ákveðið að víkja Bankasýslunni frá vegna málsins og koma á nýju fyrirkomulagi á sölu á hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Málið verði lagt fyrir á Alþingi eins fljótt og auðið er. „Við höfum verið að ræða þetta forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og teljum rétt að endurskoða þetta fyrirkomulag. Þetta ferli á að vera hafið yfir vafa og þegar koma svona gagnrýnisraddir er mikilvægt að hlusta á þær og vanda sig,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Telur rétt að bíða eftir að niðurstöðum úttekta Katrín telur ekki að fjármálaráðherra eigi að víkja en Bankasýslan heyrir undir hann. Aðspurð hvort það væri skynsamlegt tímabundið þar til úttektum Ríkisendurskoðanda og Fjármálaeftirlitsins lýkur svarar Katrín: „Nei við skulum bíða eftir niðurstöðum kannanna sem liggja fyrir.“ Aðspurð um hvernig henni hafi orðið við að sjá að faðir fjármálaráðherra keypti í útboðinu svarar Katrín: „ Ég sá ekki þennan lista sem keypti í útboðinu, það sama á við um fjármálaráðherra. Ég fór hins vegar fram á að listinn yrði birtur. Bankasýslan var hins vegar á móti því sem er athyglisvert í ljósi þess að allt ferlið átti að vera gagnsætt,“ segir Katrín. Viðskiptaráðherra lýsti því yfir fyrir páska að hún hefði í ráðherranefnd komið mótbárum um sölu bankans á framfæri. Katrín segir að málið hafi verið rætt í ráðherranefnd og ríkisstjórn og en engin hafi bókað mótbárur við sölu. „Það er hin hefðbundna venja við ákvörðunartöku á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Katrín. Bankasýslan segir allt hafa verið gert rétt hjá sér Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sendu frá sér tilkynningu um miðjan dag þar sem kemur fram að útboðið hafi verið í fullu samræmi við yfirlýst áform engin formleg gagnrýni hafi komið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Bankasýsla ríkisins skoðar enn fremur nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram vegna sölunnar á Íslandsbanka. Meðal annars hefur verið gagnrýnt að söluaðilar keyptu í útboðinu, aðilar sem keyptu um fjórðung hlutafjárs séu þegar búnir að selja að hluta og einhverjir fjárfestar hafi fengið lán fyrir kaupunum. Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið kanna nú söluna. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú ákveðið að víkja Bankasýslunni frá vegna málsins og koma á nýju fyrirkomulagi á sölu á hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Málið verði lagt fyrir á Alþingi eins fljótt og auðið er. „Við höfum verið að ræða þetta forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og teljum rétt að endurskoða þetta fyrirkomulag. Þetta ferli á að vera hafið yfir vafa og þegar koma svona gagnrýnisraddir er mikilvægt að hlusta á þær og vanda sig,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Telur rétt að bíða eftir að niðurstöðum úttekta Katrín telur ekki að fjármálaráðherra eigi að víkja en Bankasýslan heyrir undir hann. Aðspurð hvort það væri skynsamlegt tímabundið þar til úttektum Ríkisendurskoðanda og Fjármálaeftirlitsins lýkur svarar Katrín: „Nei við skulum bíða eftir niðurstöðum kannanna sem liggja fyrir.“ Aðspurð um hvernig henni hafi orðið við að sjá að faðir fjármálaráðherra keypti í útboðinu svarar Katrín: „ Ég sá ekki þennan lista sem keypti í útboðinu, það sama á við um fjármálaráðherra. Ég fór hins vegar fram á að listinn yrði birtur. Bankasýslan var hins vegar á móti því sem er athyglisvert í ljósi þess að allt ferlið átti að vera gagnsætt,“ segir Katrín. Viðskiptaráðherra lýsti því yfir fyrir páska að hún hefði í ráðherranefnd komið mótbárum um sölu bankans á framfæri. Katrín segir að málið hafi verið rætt í ráðherranefnd og ríkisstjórn og en engin hafi bókað mótbárur við sölu. „Það er hin hefðbundna venja við ákvörðunartöku á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Katrín. Bankasýslan segir allt hafa verið gert rétt hjá sér Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sendu frá sér tilkynningu um miðjan dag þar sem kemur fram að útboðið hafi verið í fullu samræmi við yfirlýst áform engin formleg gagnrýni hafi komið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Bankasýsla ríkisins skoðar enn fremur nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01