Framtíðarsýn Framsóknar falli á öllum lykilprófum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 13:19 Dagur B. Eggertsson (t.h.) og Einar Þorsteinsson. Einar vill meina að Dagur hafi misskilið orð sín í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gagnrýnir orð sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, lét falla í samtali við Morgunblaðið. Einar vill meina að Dagur misskilji sig. Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31