Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 23:55 Djúp hjólför voru víða á fjallinu í morgun. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður. Ölfus Umhverfismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður.
Ölfus Umhverfismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira