Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 23:55 Djúp hjólför voru víða á fjallinu í morgun. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður. Ölfus Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjallagarpurinn Bárður Jón Grímsson gekk upp fjallið í morgun ásamt syni sínum en þegar upp var komið sáu þeir umtalsverðar skemmdir. RÚV greindi fyrst frá málinu en Bárður segist telja það líklegt að skemmdirnar hafi verið unnar í gær. „Við vorum þarna mjög snemma í morgun og þetta var alveg örugglega bara seinni partinn í gær sem það hefur einhver ekið um þarna á fjórhjóli,“ segir Bárður í samtali við Vísi. „Það er mjög dapurlegt að sjá umhverfi sitt vera skemmt svona í algjöru skeytingarleysi, finnst mér.“ Bárður segir jörðina mjög viðkvæma en hann átti sjálfur erfitt með að fara um svæðið án þess að sökkva niður að ökklum. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Hann bendir á að jörðin sé sérstaklega viðkvæm um þessar mundir, þar sem frostið er að fara úr jörðu, og mikilvægt að fara varlega. Sjálfur lýsir hann því að þeir feðgar hafi þurft að hoppa milli steina og því hafi hann ekki getað séð hversu umfangsmiklar skemmdirnar voru. „Við fórum þarna sem vörðurnar eru, þar sem maður getur horft yfir Selfoss, og þar hefur hann fest hjólið en hann hefur ekki séð ástæðu til að snúa við úr þessum aðstæðum, heldur hélt hann bara áfram,“ segir Bárður. „Maður sá skemmdir alls staðar eftir hann og svo veit maður ekki hvað þetta er langt. Við bara höfðum ekki möguleika á að skoða þetta, hvað hann hafi ekið langt eða hvar hann hafi ekið upp fjallið,“ segir hann enn fremur. Óljóst er hversu miklar skemmdirnar eru. Aðsend/Bárður Jón Grímsson Aðspurður um hvort hann hefur áður séð nokkuð þessu líkt segir hann svo ekki vera. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, svona hátt uppi á fjalli sem maður hefur séð svona meðferð á náttúrunni. Ég hef bara aldrei séð þetta,“ segir Bárður. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu og Umhverfisstofnunar en telur að það muni reynast erfitt að laga jörðina og bindur vonir við að lögregla finni þann sem var að verki. „Við viljum öll að það sé ekki gengið svona um náttúruna okkar, það er bara alveg svakalegt að sjá þetta,“ segir hann. Þá segir hann mikilvægt að vekja athygli á málinu og ítreka við fólk sem notar slík tæki til að fara varlega. „Það þarf kannski ekki nema einn til þess að skemma fyrir öllum hinum sem eru að nota þessi tæki rétt, það þarf ekki marga til að skemma,“ segir Bárður.
Ölfus Umhverfismál Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira