Feður sem myrða börn sín Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Jordi Mayor, bæjarstjóri Cullera, þar sem Jordi litli bjó með móður sinni, og Monica Oltra, varaforseti héraðsstjórnarinnar í Valencia, við minningarstund um drenginn. ROBER SOLSONA/EUROPA PRESS Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira