Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 21:56 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Sjá meira
Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Sjá meira