Gestirnir í Bodø/Glimt unnu fyrri leik liðanna gegn Roma 2-1 og voru því í ágætis stöðu fyrir leik kvöldsins.
Forskotið lifði þó ekki lengi því Tammy Abraham kom Roma yfir á fimmtu mínútu og allt orðið jafnt á ný í einvíginu.
Nicolo Zaniolo bætti svo tveimur mörkum við með stuttu millibili áður en hálftími var liðinn af leiknum og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Zaniolo fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik þegar hann kom Roma í 4-0 og þar við sat. Roma er á leið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-2 sigur gegn Alfons Sampsted og félögum í Bodø/Glimt, en Roma mætir Leicester í undanúrslitunum.
Ute av Europa med et brak, men dæven så artig det har vært på veien! 20 kamper og kvartfinale i debutsesongen! Vi bobler over av stolthet og gleder oss til fortsettelsen💛 Bodø/Glimt Førr Evig! #glimt #uecl pic.twitter.com/fuMp4l8dMz
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) April 14, 2022
Á sama tíma þurfu Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í gríska liðinu PAOK að sætta sig við 1-0 tap gegn Marseille. Þeir síðarnefndu unnu fyrri leik liðanna 2-1 og fara því í undanúrslit eftir samanlagðan 3-1 sigur. Dimitri Payet skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Matteo Guendouzi.
Marseille mætir Feyenoord í undanúrslitum sem vann 3-1 sigur gegn Slavia Prague í kvöld.