Chelsea í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. apríl 2022 17:21 Mason Mount kláraði dæmið. vísir/Getty Chelsea er komið í úrslitaleik enska bikarsins annað árið í röð eftir öruggan sigur á Crystal Palace á Wembley í dag. Stórt skarð var hoggið í lið Crystal Palace þar sem enski miðjumaðurinn Conor Gallagher mátti ekki spila með liðinu þar sem hann er á láni hjá Palace frá Chelsea. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum. Þegar líða tók á leikinn tók Chelsea yfirhöndina og á 65.mínútu náði Ruben Loftus-Cheek forystunni fyrir Chelsea en hann hafði komið inná sem varamaður fyrir Mateo Kovacic snemma leiks. Mason Mount tvöfaldaði forystu Chelsea á 76.mínútu eftir stoðsendingu Timo Werner og úrslitin ráðin. Lokatölur 2-0. Chelsea mun mæta Liverpool í úrslitaleik keppninnar og fer leikurinn fram á Wembley í maí. Fótbolti Enski boltinn
Chelsea er komið í úrslitaleik enska bikarsins annað árið í röð eftir öruggan sigur á Crystal Palace á Wembley í dag. Stórt skarð var hoggið í lið Crystal Palace þar sem enski miðjumaðurinn Conor Gallagher mátti ekki spila með liðinu þar sem hann er á láni hjá Palace frá Chelsea. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum. Þegar líða tók á leikinn tók Chelsea yfirhöndina og á 65.mínútu náði Ruben Loftus-Cheek forystunni fyrir Chelsea en hann hafði komið inná sem varamaður fyrir Mateo Kovacic snemma leiks. Mason Mount tvöfaldaði forystu Chelsea á 76.mínútu eftir stoðsendingu Timo Werner og úrslitin ráðin. Lokatölur 2-0. Chelsea mun mæta Liverpool í úrslitaleik keppninnar og fer leikurinn fram á Wembley í maí.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti