Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:00 Þröstur Emilsson hóf störf hjá ADHD-samtökunum árið 2015 en hann starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Honum var sagt upp störfum eftir að upp komst um fjárdráttinn árið 2018. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna. Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í vikunni en upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og honum vikið frá störfum í kjölfarið. Þröstur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og játaði brot sín skýlaust. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar í maí 2020 en Þröstur naut þá fulltingi lögmanns. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öllu leyti. Ríkissaksóknari áfrýjaði enn til Hæstaréttar sem staðfesti sakfellingu Þrastar. Honum ber að greiða ADHD-samtökunum rúmar níu milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn vísaði kröfu um peningaþvætti hins vegar frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Frávísunin á kröfunni hafði hins vegar ekki áhrif á dóm Landsréttar um sakfellingu og stendur tíu mánaða fangelsisrefsingin því óhögguð. Keypti hluti í Ormsson og Fríhöfninni fyrir ágóðann Þröstur var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Verslaði í Vínbúðinni Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti en eins og fyrr segir vísaði Hæstiréttur kröfunni frá vegna ágalla á ákæru ríkissaksóknara. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að hvergi væri vikið að því hvar eða hvenær meint peningaþvættisbrot hafi átt sér stað. Þröstur hafi því ekki getað með góðu móti ráðið af þriðja kafla ákærunnar hvaða háttsemi honum var gefin að sök. Misnotaði trúnaðarstöðu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Fyrir Hæstarétti krafðist Þröstur þess meðal annars að refsing hans yrði milduð og að þriðja kafla ákærunnar yrði vísað frá. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann hafi misnotað trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Hann var því dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ber að greiða samtökunum rúmar 9,2 milljónir króna.
Dómsmál Félagasamtök Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26 Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Sjá meira
Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. 29. apríl 2020 16:26
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42