Lífið

Falla frá kröfu um nálgunar­bann á hendur Ezra Miller

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum.
Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Getty Images

Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars.

Ezra hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower og Fantastic Beasts-myndunum. Þá lék hán Barry Allen, eða The Flash, í Justice League.

„Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína“

Ezra var á karókíbar í lok mars þar sem hán missti stjórn á sér. Hán á að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Parið sem sótti um nálgunarbannið segjast hafa kynnst Ezra á markaði í bænum Hilo á Hawaii en Ezra fékk gistingu hjá parinu á meðan hán var í bænum. 

Eftir atvikið á karókíbarnum um helgina borgaði parið sekt til þess að frelsa hán úr fangelsinu. Þegar heim var komið réðst hán inn í svefnherbergi parsins og hótaði þeim.  Í dómskjölum kemur fram að hán hafi meðal annars sagt: „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína.“ Miller stal einnig af þeim kortum, veski og vegabréfum en þau kröfðust nálgunarbanns í kjölfarið.

Lenti í deilum á Íslandi

Lögfræðingur parsins vildi ekki tjá sig um hvers vegna hafi verið ákveðið að falla frá kröfum á hendur Miller. Dómari hafði þegar samþykkt beiðni um nálgunarbann og kvað bannið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekara áreiti af hálfu leikarans í framtíðinni. AP fréttaveitan greinir frá.

Ezra Miller kom til Íslands árið 2020 og lenti þar í deilum við konu á Prikinu sem staðfesti að háni hafi verið vísað út af staðnum. Í kjölfarið gekk myndband á netinu þar sem hán virtist taka konu hálstaki og henda henni í jörðina.


Tengdar fréttir

Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii

Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×