Garðabær í sterkri stöðu Almar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 18:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Almar Guðmundsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur fagnað góðu gengi um langt skeið. Fyrir það við erum við afar þakklát og tökum stuðningi bæjarbúa aldrei sem gefnum hlut. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 62% atkvæða sem er talsvert umfram fylgi flokksins á landsvísu og hér í kjördæminu. Það sýnir að bæjarbúar kunna vel að meta okkar áherslur og ef þið viljið halda í þær biðjum við enn á ný um ykkar stuðning. Áframhaldandi velgengni – nýliðun í bland við mikla reynslu Það er vor í lofti og nú er nýafstaðið prófkjör í okkar hópi sem tryggði æskilega nýliðun í bland við mikla reynslu. Með sanni má segja að það verða kynslóðaskipti í hópi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Slíkum tímamótum fylgir ný og fersk sýn og óbeislaður kraftur, þótt við munum áfram byggja okkar starf á traustum grunni þeirra sem á undan fóru. Við höfum áfram það meginmarkmið að tryggja að Garðabær verði meðal þeirra sveitarfélaga sem best þykja standa sig á öllum sviðum. Við hvorki erum né verðum laus við áskoranir og flókin úrlausnarefni, fremur en aðrir á þeirri vegferð, en þegar markmiðið er skýrt aukast líkur á árangri. Við höfum alltaf lagt áherslu á að heyra frá bæjarbúum um verkefnin og þjónustuna í bænum. Þess vegna er það ánægjulegt að íbúar gefa þjónustunni mjög háa einkunn í árlegum þjónustukönnunum. Ég tel að skýra megi velgengni Garðabæjar með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi hefur uppbygging þjónustu og innviða haldist í hendur við uppbyggingu hverfa. Íbúar hafa getað treyst því að skólar, leikskólar og önnur þjónusta þróist í góðum takti við fjölgun íbúa. Í öðru lagi byggir fjármálastjórn bæjarins á lágum álögum á íbúa en á sama tíma góðum rekstri og ábyrgri skuldastefnu. Þetta hefur skilað sér í getu Garðabæjar til að byggja upp nauðsynlega innviði án þess að senda skattgreiðendum framtíðar reikninginn. Í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir skólastarf, íþróttir, útivist, félagsþjónustu og fleiri málaflokka. Þannig er alltaf í forgrunni að fagfólkið okkar hafi góða starfsaðstöðu og tækifæri til að þróa sitt starf til að auka megi gæði og fjölbreytileika, bæjarbúum til heilla. Framtíðin er björt í Garðabæ Við höfum ríka ástæðu til að horfa björtum augum fram á veg. Ólíkt mörgum sveitarfélögum er fjárhagsstaða Garðabæjar sterk og traust. Við höfum burði til að fjárfesta og létta undir með íbúum, eins og sannaðist í heimsfaraldrinum. Ný hverfi eru að rísa vítt og breitt um bæinn sem verða byggð af miklum metnaði og nú eigum við Miðgarð sem gjörbreytir aðstöðu til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar fyrir bæjarbúa. Við höfum tekið stór græn skref fram á við í rekstri bæjarins og friðlýst fleiri náttúruperlur í bæjarlandinu. Þessi opnu grænu svæði eru uppspretta lífsgæða okkar og komandi kynslóða. Verslun og þjónusta er að styrkjast í bænum, ekki bara á Garðatorgi heldur um allan bæ. Það er spennandi að búa í Garðabæ því hér eru möguleikarnir miklir. Hvort sem við erum fædd hér og uppalin eða höfum valið okkur að flytjast hingað þá finnum við í hjarta okkar að við erum stolt af því að vera Garðbæingar og viljum bænum okkar allt hið besta. Það endurspeglast í bæjarbragnum, sem getur verið erfitt að festa orð á en einkennist af blöndu samheldni, jákvæðni, metnaði og náungakærleik. Við bjóðum fram öflugan hóp frambjóðenda sem býr yfir bæði reynslu og nýrri nálgun. Við viljum varðveita það sem skiptir okkur máli um leið og við höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og þróa þjónustuna til móts við nýja tíma. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun