Segir risastórt afrek að vinna Íslendinga sem séu samt ekki sterkbyggðir Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Strákarnir okkar spila í dag sinn fyrsta landsleik eftir að hafa orðið í 6. sæti á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Nikola Bilyk, skærasta stjarna Austurríkismanna, segir að það yrði gríðarlegt afrek að vinna íslenska landsliðið í dag enda sé Ísland eitt af fimm bestu handboltalandsliðum Evrópu. Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01