Segir risastórt afrek að vinna Íslendinga sem séu samt ekki sterkbyggðir Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Strákarnir okkar spila í dag sinn fyrsta landsleik eftir að hafa orðið í 6. sæti á EM í janúar. Getty/Sanjin Strukic Nikola Bilyk, skærasta stjarna Austurríkismanna, segir að það yrði gríðarlegt afrek að vinna íslenska landsliðið í dag enda sé Ísland eitt af fimm bestu handboltalandsliðum Evrópu. Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Austurríki tekur á móti Íslandi í Bregenz klukkan 16, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar. Seinni umspilsleikurinn verður á Íslandi á laugardaginn. Bilyk segir íslenska liðið einfaldlega afar gott þó að það hafi samt ákveðna galla sem Austurríkismenn þurfi að nýta. „Fyrir mér eru þeir leynt og ljóst sigurstranglegi aðilinn. Það yrði risastórt afrek að vinna Íslendinga. Þeir eru sem stendur eitt af fimm bestu landsliðum Evrópu,“ sagði Bilyk sem leikur með Kiel í Þýskalandi. Nikola Bilyk í leik í Meistaradeildinni með Kiel.Getty Þjálfarinn Ales Pajovic sagði Íslendinga með góða leikmenn í öllum stöðum og því þyrfti 6-0 vörn heimamanna að vera mjög öflug og hjálpast að. Bilyk tók í sama streng. „Þeir eru mjög góðir í „1 á 1“-stöðu og tekst að halda boltanum gangandi um leið og þeir draga til sín mann, jafnvel með mann í sér. Íslendingarnir eru miklir alhliða leikmenn,“ sagði Bilyk sem sér þó ákveðna möguleika fyrir Austurríki: „Þeir eru ekki sterkbyggðir, byggja meira á „1 á 1“-stöðu í vörninni, koma snemma út til að trufla okkur og skilja eftir pláss í 3-3 vörn. Við verðum að finna lausnir þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna einvígin og vinna vel með línumanninum. Það er allt hægt í handbolta. Við getum klárlega unnið ef við trúum því en Ísland er svo sannarlega erfiðasti mótherji okkar í umspili á síðustu árum,“ sagði Bilyk. Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 16. Vísir er með fulltrúa á staðnum og mun gera leiknum góð skil.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Stuðningsmenn Íslands hita upp fyrir stórleikinn Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Haukur og Daníel Ingi utan hóps í dag Landsliðshópur Íslands fyrir fyrri leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2023 í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi er klár. Þeir Haukur Þrastarson og Daníel Þór Ingason eru ekki í leikmannahóp íslenska landsliðsins í dag. 13. apríl 2022 11:01