Næstum tveir áratugir síðan KR var síðast sópað í átta liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 15:46 KR mátti síns lítils gegn Njarðvík. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík sendi KR í sumarfrí er liðið vann þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. KR-ingar eru ekki vanir að láta sópa sér úr úrslitakeppninni en þegar það kemur fyrir er það venjulega Njarðvík sem heldur á sópnum. KR má muna sinn fífil fegurri en eftir að hafa orðið Íslandsmeistari sex sinnum í röð, frá 2014 til 2019 þá hefur liðinu nú verið sópað úr keppni tvö tímabil í röð (tímabilinu 2019-2020 var hætt vegna kórónufaraldursins). KR-ingar skriðu inn í úrslitakeppnina í ár er liðið tryggði sér áttunda sæti Subway-deildar karla í lokaumferðinni þrátt fyrir tap. Liðið hafði unnið stórsigur á Njarðvík í deildinni ekki löngu áður en átti aldrei möguleika í úrslitakeppninni. Deildarmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan 3-0 sigur og sópuðu KR þar með í sumarfrí. Var þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem KR var sópað í 8-liða úrslitum en þá var Njarðvík einnig að verki. Raunar er það þannig að KR hefur alls verið sópað átta sinnum út úr úrslitakeppninni í körfubolta, þar af hafa Njarðvíkingar verið sex sinnum að verki. KR sópað í úrslitakeppninni 3-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 2022 3-0 tap fyrir Keflavík í undanúrslitum 2021 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 2003 3-0 tap fyrir Njarðvík í undanúrslitum 2001 2-0 tap fyrir Grindavík í átta liða úrslitum 1999 3-0 tap fyrir Njarðvík í lokaúrslitum 1998 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 1987 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 1985 Njarðvík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla líkt og Valur sem sópaði Stjörnunni. Enn á eftir að koma í ljós hver hin tvö liðin verða. Þór Þorlákshöfn er 2-1 yfir gegn Grindavík og Tindastóll er 2-1 yfir gegn Keflavík. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 91-63 | KR-ingar komnir í sumarfrí KR er farið í snemmbúið sumarfrí eftir 28 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld, 91-63. Njarðvíkingar unnu alla þrjá leikina í einvíginu og sópuðu KR-ingum úr leik. 12. apríl 2022 22:20 Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. 12. apríl 2022 22:01 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
KR má muna sinn fífil fegurri en eftir að hafa orðið Íslandsmeistari sex sinnum í röð, frá 2014 til 2019 þá hefur liðinu nú verið sópað úr keppni tvö tímabil í röð (tímabilinu 2019-2020 var hætt vegna kórónufaraldursins). KR-ingar skriðu inn í úrslitakeppnina í ár er liðið tryggði sér áttunda sæti Subway-deildar karla í lokaumferðinni þrátt fyrir tap. Liðið hafði unnið stórsigur á Njarðvík í deildinni ekki löngu áður en átti aldrei möguleika í úrslitakeppninni. Deildarmeistarar Njarðvíkur unnu öruggan 3-0 sigur og sópuðu KR þar með í sumarfrí. Var þetta í fyrsta sinn síðan 2003 sem KR var sópað í 8-liða úrslitum en þá var Njarðvík einnig að verki. Raunar er það þannig að KR hefur alls verið sópað átta sinnum út úr úrslitakeppninni í körfubolta, þar af hafa Njarðvíkingar verið sex sinnum að verki. KR sópað í úrslitakeppninni 3-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 2022 3-0 tap fyrir Keflavík í undanúrslitum 2021 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 2003 3-0 tap fyrir Njarðvík í undanúrslitum 2001 2-0 tap fyrir Grindavík í átta liða úrslitum 1999 3-0 tap fyrir Njarðvík í lokaúrslitum 1998 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 1987 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 1985 Njarðvík er komið í undanúrslit Subway-deildar karla líkt og Valur sem sópaði Stjörnunni. Enn á eftir að koma í ljós hver hin tvö liðin verða. Þór Þorlákshöfn er 2-1 yfir gegn Grindavík og Tindastóll er 2-1 yfir gegn Keflavík. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR sópað í úrslitakeppninni 3-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 2022 3-0 tap fyrir Keflavík í undanúrslitum 2021 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 2003 3-0 tap fyrir Njarðvík í undanúrslitum 2001 2-0 tap fyrir Grindavík í átta liða úrslitum 1999 3-0 tap fyrir Njarðvík í lokaúrslitum 1998 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 1987 2-0 tap fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum 1985
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 91-63 | KR-ingar komnir í sumarfrí KR er farið í snemmbúið sumarfrí eftir 28 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld, 91-63. Njarðvíkingar unnu alla þrjá leikina í einvíginu og sópuðu KR-ingum úr leik. 12. apríl 2022 22:20 Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. 12. apríl 2022 22:01 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 91-63 | KR-ingar komnir í sumarfrí KR er farið í snemmbúið sumarfrí eftir 28 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld, 91-63. Njarðvíkingar unnu alla þrjá leikina í einvíginu og sópuðu KR-ingum úr leik. 12. apríl 2022 22:20
Logi Gunnars: Væri geggjað að fá Keflavík Njarðvík er komið áfram í undanúrslit eftir að hafa sópað KR-ingum út úr úrslitakeppni Subway-deildar karla, 3-0. Njarðvíkingar unnu KR 91-63 í þriðja og síðasta leik einvígisins. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. 12. apríl 2022 22:01