Af hverju ætti ungt fólk að setja X við D? Einar Freyr Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar