Óaðfinnanlegur Kyrie skaut Nets í úrslitakeppnina | Minnesota fór á flug í fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 07:31 Kyrie Irving var frábær í nótt. Sarah Stier/Getty Images Tveir leikir í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt. Kyrie Irving var frábær í 115-108 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. Þá komst Minnesota Timberwolves loks í úrslitakeppnina eftir 109-104 sigur á Los Angeles Clippers. Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Nets byrjuðu mun betur gegn Cavaliers og kláraðu í raun leikinn strax í fyrsta leikhluta, staðan þá 40-20. Gestirnir gerðu áhlaup í öðrum leikhluta en munurinn var samt sem áður 14 stig í hálfleik. Aðallega þökk sé magnaðri frammistöðu Kyrie. Hann skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks, þá síðari er hann stökk aftur á bak í engu jafnvægi og klukkan að renna út. Kyrie gerði sér lítið fyrir og skoraði úr öllum skotunum sínum í fyrri hálfleik. Kyrie Irving with a PERFECT first half 20 Pts9-9 FG2-2 3-PT FG(via @NBA)pic.twitter.com/Buk9RMj5GJ— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2022 Cavaliers gerðu heiðarlega tilraun að endurkomu í fjórða leikhluta en það var of lítið of seint, lokatölur 115-108 og Brooklyn Nets mætir Boston Celtics í úrslitakeppni Austurdeildar NBA. Cleveland mætir Charlotte Hornets eða Atlanta Hawks í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Kyrie skoraði á endanum 34 stig og gaf 12 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kevin Durant með 25 stig og 11 stoðsendingar á meðan Bruce Brown Jr. skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Cavaliers var Darius Garland stigahæstur með 34 stig og Evan Mobley kom þar á eftir með 19 stig og 7 fráköst. @KDTrey5 was locked in on defense for the @BrooklynNets, finishing with 3 blocks and 2 steals to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.KD: 25 PTS, 5 REB, 11 AST, 2 STL, 3 BLKNETS/CELTICS Game 1: Sunday April 17th, 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JoNSZQkYIZ— NBA (@NBA) April 13, 2022 Í Minnesota var Los Angeles Clippers í heimsókn. Heimamenn létu sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í aðeins annað skiptið á undanförnum 17 árum. Það tókst með mögnuðum 109-104 sigri þar sem liðið vann fjórða leikhluta með 11 stiga mun og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Anthony Edwards skoraði 30 stig í liði Minnesota og D‘Angelo Russell skoraði 29 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Hjá Clippers skoraði Paul George 34 stig. D'Angelo Russell took control of the @Timberwolves offense late, knocking down the go-ahead 3 late to advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@Dloading: 29 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL GM 1: TIMBERWOLVES/GRIZZLIES Saturday, April 16th, 3:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/mn8YecUqjs— NBA (@NBA) April 13, 2022 Timberwolves mætir Memphis Grizzlies í úrslitakeppninni á meðan Clippers mæta San Antonio Spurs eða New Orleans Pelicans í leik um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira