Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 18:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst sölu ríkisins á sínum hlut í Íslandsbanka sem sérlega vel heppnuðu útboði. Salan er umdeild en líklega eru þeir sem keyptu og seldu sig strax út með góðum gróða sammála Bjarna. vísir/vilhelm Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans sem hefur borið saman lista yfir kaupendur að hlut Íslandsbanka sem var birtur á miðvikudag síðastliðinn og svo lista yfir hluthafa bankans eins og hann var við lok dags í gær. Eins og fram hefur komið og fjallað hefur verið ítarlega um hefur gagnrýni á söluna verið harðlega gagnrýnt. Meðal þess sem nefnt hefur verið í því sambandi er að stefnt hafi verið að því að fá að borðum fjárfesta sem yrðu kjölfestufjárfestar, ættu hlut til lengri tíma en ekki að um yrði að ræða brask með bréfin. En nú hafa sem sagt fjölmargir leyst til sín þann hagnað sem fólst í því einu að kaupa bréfin með afslætti. Páll Magnússon vakti í vikunni athygli á einu slíku dæmi af kunningja sínum sem tók snúning og græddi á tá og fingri meðan hann svaf. Ef marka má Kjarnann var hann ekki einn um það. Erlendu sjóðirnir fljótir að forða sér með feng sinn Í Kjarnanum segir að þessir aðilar hafi samanlagt keypt fyrir 18,7 milljarða króna í útboðinu þann 22. mars síðastliðinn, en útboðsgengið var 117 krónur á hlut sem var 4,1 prósent lægra en markaðsgengi þess dags. „Frá því að greitt var fyrir bréfin 28. mars hefur gengi bréfa í Íslandsbanka verið lægst 126,8 krónur á hlut og hæst 130,2 krónur á hlut. Miðað við það hefur þessi 132 aðila hópur hagnast um 1,6 til 2,1 milljarða króna á því að taka þátt í hinu lokaða útboði og selja bréfin aftur skömmu síðar,“ segir í Kjarnanum. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að þeir erlendu sjóðir sem fengnir voru til að taka þátt séu, þeir sem söluráðgjafar Bankasýslu ríkisins buðu að taka þátt í lokaða útboðinu, þeir séu flestir búnir að selja allan sinn hlut. Þar er um að ræða sjóði sem einnig tóku þátt í almenna útboðinu í fyrrasumar og seldu sig þá strax út aftur með umtalsverðum hagnaði. Þeir eru nú að taka snúning númer tvö á einkavæðingu ríkisstjórnarinnar. Söluráðgjafarnir búnir að selja Þá segir ennfremur að flestir „litlu“ fjárfestarnir séu búnir að leysa út sinn hagnað en alls fengu 59 aðilar að kaupa fyrir undir 30 milljónir króna og 79 fyrir minna en 50 milljónir króna. „Gagnrýnt hefur verið að fjárfestar sem kaupa fyrir svo lágar upphæðir fái afslátt í gegnum lokað útboð. Engin ástæða er fyrir því að lokka þá sérstaklega inn í eigendahópinn í gegnum slíka söluaðferð heldur geti þeir keypt á eftirmarkaði eins og aðrir.“ Í Kjarnanum segir að meðal þeirra sem ekki eru lengur skráðir fyrir hlut í Íslandsbanka séu starfsmenn og eigendur söluráðgjafa sem ráðnir voru til að sinna útboðinu. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu. 11. apríl 2022 18:32 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans sem hefur borið saman lista yfir kaupendur að hlut Íslandsbanka sem var birtur á miðvikudag síðastliðinn og svo lista yfir hluthafa bankans eins og hann var við lok dags í gær. Eins og fram hefur komið og fjallað hefur verið ítarlega um hefur gagnrýni á söluna verið harðlega gagnrýnt. Meðal þess sem nefnt hefur verið í því sambandi er að stefnt hafi verið að því að fá að borðum fjárfesta sem yrðu kjölfestufjárfestar, ættu hlut til lengri tíma en ekki að um yrði að ræða brask með bréfin. En nú hafa sem sagt fjölmargir leyst til sín þann hagnað sem fólst í því einu að kaupa bréfin með afslætti. Páll Magnússon vakti í vikunni athygli á einu slíku dæmi af kunningja sínum sem tók snúning og græddi á tá og fingri meðan hann svaf. Ef marka má Kjarnann var hann ekki einn um það. Erlendu sjóðirnir fljótir að forða sér með feng sinn Í Kjarnanum segir að þessir aðilar hafi samanlagt keypt fyrir 18,7 milljarða króna í útboðinu þann 22. mars síðastliðinn, en útboðsgengið var 117 krónur á hlut sem var 4,1 prósent lægra en markaðsgengi þess dags. „Frá því að greitt var fyrir bréfin 28. mars hefur gengi bréfa í Íslandsbanka verið lægst 126,8 krónur á hlut og hæst 130,2 krónur á hlut. Miðað við það hefur þessi 132 aðila hópur hagnast um 1,6 til 2,1 milljarða króna á því að taka þátt í hinu lokaða útboði og selja bréfin aftur skömmu síðar,“ segir í Kjarnanum. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að þeir erlendu sjóðir sem fengnir voru til að taka þátt séu, þeir sem söluráðgjafar Bankasýslu ríkisins buðu að taka þátt í lokaða útboðinu, þeir séu flestir búnir að selja allan sinn hlut. Þar er um að ræða sjóði sem einnig tóku þátt í almenna útboðinu í fyrrasumar og seldu sig þá strax út aftur með umtalsverðum hagnaði. Þeir eru nú að taka snúning númer tvö á einkavæðingu ríkisstjórnarinnar. Söluráðgjafarnir búnir að selja Þá segir ennfremur að flestir „litlu“ fjárfestarnir séu búnir að leysa út sinn hagnað en alls fengu 59 aðilar að kaupa fyrir undir 30 milljónir króna og 79 fyrir minna en 50 milljónir króna. „Gagnrýnt hefur verið að fjárfestar sem kaupa fyrir svo lágar upphæðir fái afslátt í gegnum lokað útboð. Engin ástæða er fyrir því að lokka þá sérstaklega inn í eigendahópinn í gegnum slíka söluaðferð heldur geti þeir keypt á eftirmarkaði eins og aðrir.“ Í Kjarnanum segir að meðal þeirra sem ekki eru lengur skráðir fyrir hlut í Íslandsbanka séu starfsmenn og eigendur söluráðgjafa sem ráðnir voru til að sinna útboðinu.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu. 11. apríl 2022 18:32 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30
LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu. 11. apríl 2022 18:32
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?