Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 15:50 Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna árásarinnar. AP Photo/John Minchillo Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira