Fjölbreytni til framtíðar í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:31 Fjölbreytni er mikilvægt leiðarstef í sýn Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fjölbreytt samfélag er sannarlega verðugt markmið í sjálfu sér og ákall okkar um aukna fjölbreytni nær til margra málaflokka sveitarfélagsins. Hugtakið er þannig mikilvægur hlekkur í stefnu Garðabæjarlistans í meðal annars menningarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og mannréttindamálum. Hér mun ég tæpa á því helsta sem viðkemur fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu og í samgöngum. Garðabær er á tímamótum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum að undanförnu og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Það er mikilvægt að tækifærin sem bærinn hefur núna séu nýtt til þess að mæta þeim þörfum sem samfélagið okkar hefur. Það á að vera hægt að leigja í Garðabæ. Það á að vera hægt að kaupa sína fyrstu eign í Garðabæ. Það er tímabært að kynslóðirnar geti allar búið saman í bænum, óháð aldri og tekjum. Við þurfum fjölbreyttari valkosti. Fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu þýðir ekki einungis að byggja þurfi bæði fjölbýli og sérbýli, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, heldur einnig að dágóður hluti uppbyggingarinnar fari til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga, í félagslegt húsnæði og í húsnæði sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. Þetta hefur skort lengi í Garðabæ og skökk íbúasamsetningin, þar sem fólk á aldrinum 20-40 ára vantar hlutfallslega í bæjarfélagið, er afleiðing þeirrar einsleitnisstefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst í Garðabæ síðustu áratugina. Samhliða þessu þarf að standa vörð um sérstöðu hverfa og tryggja greitt aðgengi íbúa að grænum svæðum og þeirri stórkostlegu náttúru sem umlykur okkur hér í bænum. Samgöngur eru annar málaflokkur þar sem Garðabær þarf nauðsynlega að taka skref í átt að fjölbreytni. Líkt og í flestum sveitarfélögum landsins hefur ósagða stefnan verið sú að gera fólki á einkabíl lífið eins auðvelt og hægt er. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að fjölbreyttir, virkir og vistvænir ferðamátar verði líka raunverulegur valkostur fyrir íbúa og að innviðir séu byggðir upp og framkvæmdum forgangsraðað með það í huga. Börnin okkar eiga að komast fótgangandi á öruggan hátt í skóla og frístundir. Fólk á að eiga þess kost að geta hjólað í vinnuna á þægilegum og aðgreindum hjólastígum. Við eigum ekki öll að þurfa tvo bíla á heimili til að geta komist í gegnum hversdagsleikann. Það er langtímaverkefni að koma upp öruggum og skilvirkum innviðum fyrir virka ferðamáta um allt bæjarfélagið, en við þurfum að taka skrefin. Það er staðreynd að það kjósa æ fleiri að nýta virka ferðamáta, við hvetjum börnin okkar til þess að hjóla í skólann, í sund eða í frístundir. Það er gleðiefni að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða en það skiptir máli að innviðir styðji við þessa jákvæðu þróun. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki og styðja þannig við fjölbreytni í samgöngum með alvöru aðgerðum - og fækka mögulega nokkrum ‘hjólinu var stolið’ póstum á íbúasíðum Garðabæjar í leiðinni. Garðabær stendur á krossgötum og tækifærin eru fyrir hendi. Þann 14. maí nk. fáum við að velja hvernig samfélagið okkar á að líta út til framtíðar. Garðabæjarlistinn velur fjölbreytni, í allri sinni stórkostlegu mynd, og við óskum eftir umboði Garðbæinga til þess að vinna henni veg í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytni er mikilvægt leiðarstef í sýn Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fjölbreytt samfélag er sannarlega verðugt markmið í sjálfu sér og ákall okkar um aukna fjölbreytni nær til margra málaflokka sveitarfélagsins. Hugtakið er þannig mikilvægur hlekkur í stefnu Garðabæjarlistans í meðal annars menningarmálum, íþrótta- og æskulýðsmálum og mannréttindamálum. Hér mun ég tæpa á því helsta sem viðkemur fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu og í samgöngum. Garðabær er á tímamótum. Mikil fólksfjölgun hefur orðið í bænum að undanförnu og frekari uppbygging er fyrirhuguð. Það er mikilvægt að tækifærin sem bærinn hefur núna séu nýtt til þess að mæta þeim þörfum sem samfélagið okkar hefur. Það á að vera hægt að leigja í Garðabæ. Það á að vera hægt að kaupa sína fyrstu eign í Garðabæ. Það er tímabært að kynslóðirnar geti allar búið saman í bænum, óháð aldri og tekjum. Við þurfum fjölbreyttari valkosti. Fjölbreytni í húsnæðisuppbyggingu þýðir ekki einungis að byggja þurfi bæði fjölbýli og sérbýli, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, heldur einnig að dágóður hluti uppbyggingarinnar fari til óhagnaðardrifinna leigu- og búseturéttarfélaga, í félagslegt húsnæði og í húsnæði sem sérstaklega er ætlað ungu fólki. Þetta hefur skort lengi í Garðabæ og skökk íbúasamsetningin, þar sem fólk á aldrinum 20-40 ára vantar hlutfallslega í bæjarfélagið, er afleiðing þeirrar einsleitnisstefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst í Garðabæ síðustu áratugina. Samhliða þessu þarf að standa vörð um sérstöðu hverfa og tryggja greitt aðgengi íbúa að grænum svæðum og þeirri stórkostlegu náttúru sem umlykur okkur hér í bænum. Samgöngur eru annar málaflokkur þar sem Garðabær þarf nauðsynlega að taka skref í átt að fjölbreytni. Líkt og í flestum sveitarfélögum landsins hefur ósagða stefnan verið sú að gera fólki á einkabíl lífið eins auðvelt og hægt er. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að fjölbreyttir, virkir og vistvænir ferðamátar verði líka raunverulegur valkostur fyrir íbúa og að innviðir séu byggðir upp og framkvæmdum forgangsraðað með það í huga. Börnin okkar eiga að komast fótgangandi á öruggan hátt í skóla og frístundir. Fólk á að eiga þess kost að geta hjólað í vinnuna á þægilegum og aðgreindum hjólastígum. Við eigum ekki öll að þurfa tvo bíla á heimili til að geta komist í gegnum hversdagsleikann. Það er langtímaverkefni að koma upp öruggum og skilvirkum innviðum fyrir virka ferðamáta um allt bæjarfélagið, en við þurfum að taka skrefin. Það er staðreynd að það kjósa æ fleiri að nýta virka ferðamáta, við hvetjum börnin okkar til þess að hjóla í skólann, í sund eða í frístundir. Það er gleðiefni að æ fleiri kjósa að nota reiðhjól, rafhjól og rafmagnshlaupahjól til þess að fara á milli staða en það skiptir máli að innviðir styðji við þessa jákvæðu þróun. Garðabæjarlistinn vill koma upp yfirbyggðum, öruggum og myndavélavöktuðum skýlum fyrir minni farartæki við alla skóla og íþróttamannvirki og styðja þannig við fjölbreytni í samgöngum með alvöru aðgerðum - og fækka mögulega nokkrum ‘hjólinu var stolið’ póstum á íbúasíðum Garðabæjar í leiðinni. Garðabær stendur á krossgötum og tækifærin eru fyrir hendi. Þann 14. maí nk. fáum við að velja hvernig samfélagið okkar á að líta út til framtíðar. Garðabæjarlistinn velur fjölbreytni, í allri sinni stórkostlegu mynd, og við óskum eftir umboði Garðbæinga til þess að vinna henni veg í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti X-G, Garðabæjarlistans.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun