Snúum landbúnaði til betri vegar í Fjarðabyggð Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 15:01 Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi. Það mikla landbúnaðarsvæði sem farið er í eyði gerir öðrum bændum í nágrenninu oft erfitt fyrir. Þar má t.d. sérstaklega nefna sauðfjárbændur því gangnasvæði þeirra stækkar ört meðan gangnamönnum fækkar. Þá er nýliðun í bændastétt því miður afskaplega döpur, ég tel þó ekki of seint að snúa þessari þróun til betri vegar. Það hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja bændum bætt kjör og betra utanumhald. Það er ekkert sjálfgefið á þeim óvissutímum sem við lifum við í dag sem snertir jafnt bændur sem og neytendur. Þó ég tali hér í þessari grein fyrst og fremst til bænda tel ég mig samt um leið snerta taugar ansi margra íbúa. Mörgum þykir gaman að keyra um sveitir Fjarðabyggðar á fallegum sumardögum og finna ilminn af nýslegnu grasi, sjá kýr á beit og sauðfé í haga. Nýtum aukin sóknarfæri í landbúnaði Landbúnaður er þó ekki bara kýr og sauðfé og vonast ég til þess að sjá mikið fjölbreyttari landbúnað í Fjarðabyggð á næstu árum. Það eru mörg sóknarfæri í landbúnaði og það er okkar að nýta þau og auka fjölbreytnina. Í þeim efnum má m.a. nefna ræktun á ýmsum nytjaplöntum, bæði fyrir framleiðslu á dýrafóðri og beint til neytanda í ýmsum myndum. Þá eru mikil tækifæri í aukinni kornrækt, sem vonandi á eftir að aukast til muna. Íslendingar hafa oft talað um fæðuöryggi sem eitthvert tískuorð þar til nýverið þegar orðið fékk meiri og dýpri skilning. Með aukinni kornrækt getum við stígið stórt skref fram á við til að tryggja sjálfbærni í Íslenskri matvælaframleiðslu, og þannig aukið fæðuöryggi Íslendinga til mikilla muna.. Undanfarið hefur landbúnaði oft verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Staðreyndin er þó sú að ekki er sjálfgefið að geta keypt mjólk, egg, grænmeti og lambalæri út í búð, ræktað og alið af innlendum bændum. Það liggur mikil vinna að baki alls þess sem framleitt er og oft á tíðum margra ára kynbætur og þróun. Afurðir framleiddar hér á landi eru einstakar á heimsmælikvarða, sýklalyfjaónæmi er til að mynda stórt vandamál víða um heim en þekkist ekki hér á landi sem er ótrúlega dýrmætt. Það er íslendingum því afar mikilvægt að treysta grundvöll íslensks landbúnaðar og þar getur Fjarðabyggð svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar. Ég vil auka þjónustu við bændur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, ýta undir nýliðun í greininni og efla samstarf bænda við sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Það er minn draumur að með tímanum verði hægt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að versla landbúnaðarvörur framleiddar í Fjarðabyggð. Það er trú mín að með því að hlúa vel að þessum málaflokk þá muni okkur takast að gera landbúnað að enn öflugri atvinnugrein í Fjarðabyggð, og búa þannig um hnútana að fýsilegra sé fyrir unga bændur að hasla sér völl í greininni. Ég tel nefnilega að íbúar Fjarðabyggðar vilji neyta afurða sem þeir geta treyst að séu framleiddar séu við frábærar aðstæður í sinni heimabyggð. Höfundur er menntuð í búvísindum, situr í stjórn sauðfjárbænda á suðurfjörðum, situr í varastjórn Bændasamtaka Íslands og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi. Það mikla landbúnaðarsvæði sem farið er í eyði gerir öðrum bændum í nágrenninu oft erfitt fyrir. Þar má t.d. sérstaklega nefna sauðfjárbændur því gangnasvæði þeirra stækkar ört meðan gangnamönnum fækkar. Þá er nýliðun í bændastétt því miður afskaplega döpur, ég tel þó ekki of seint að snúa þessari þróun til betri vegar. Það hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja bændum bætt kjör og betra utanumhald. Það er ekkert sjálfgefið á þeim óvissutímum sem við lifum við í dag sem snertir jafnt bændur sem og neytendur. Þó ég tali hér í þessari grein fyrst og fremst til bænda tel ég mig samt um leið snerta taugar ansi margra íbúa. Mörgum þykir gaman að keyra um sveitir Fjarðabyggðar á fallegum sumardögum og finna ilminn af nýslegnu grasi, sjá kýr á beit og sauðfé í haga. Nýtum aukin sóknarfæri í landbúnaði Landbúnaður er þó ekki bara kýr og sauðfé og vonast ég til þess að sjá mikið fjölbreyttari landbúnað í Fjarðabyggð á næstu árum. Það eru mörg sóknarfæri í landbúnaði og það er okkar að nýta þau og auka fjölbreytnina. Í þeim efnum má m.a. nefna ræktun á ýmsum nytjaplöntum, bæði fyrir framleiðslu á dýrafóðri og beint til neytanda í ýmsum myndum. Þá eru mikil tækifæri í aukinni kornrækt, sem vonandi á eftir að aukast til muna. Íslendingar hafa oft talað um fæðuöryggi sem eitthvert tískuorð þar til nýverið þegar orðið fékk meiri og dýpri skilning. Með aukinni kornrækt getum við stígið stórt skref fram á við til að tryggja sjálfbærni í Íslenskri matvælaframleiðslu, og þannig aukið fæðuöryggi Íslendinga til mikilla muna.. Undanfarið hefur landbúnaði oft verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Staðreyndin er þó sú að ekki er sjálfgefið að geta keypt mjólk, egg, grænmeti og lambalæri út í búð, ræktað og alið af innlendum bændum. Það liggur mikil vinna að baki alls þess sem framleitt er og oft á tíðum margra ára kynbætur og þróun. Afurðir framleiddar hér á landi eru einstakar á heimsmælikvarða, sýklalyfjaónæmi er til að mynda stórt vandamál víða um heim en þekkist ekki hér á landi sem er ótrúlega dýrmætt. Það er íslendingum því afar mikilvægt að treysta grundvöll íslensks landbúnaðar og þar getur Fjarðabyggð svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar. Ég vil auka þjónustu við bændur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, ýta undir nýliðun í greininni og efla samstarf bænda við sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Það er minn draumur að með tímanum verði hægt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að versla landbúnaðarvörur framleiddar í Fjarðabyggð. Það er trú mín að með því að hlúa vel að þessum málaflokk þá muni okkur takast að gera landbúnað að enn öflugri atvinnugrein í Fjarðabyggð, og búa þannig um hnútana að fýsilegra sé fyrir unga bændur að hasla sér völl í greininni. Ég tel nefnilega að íbúar Fjarðabyggðar vilji neyta afurða sem þeir geta treyst að séu framleiddar séu við frábærar aðstæður í sinni heimabyggð. Höfundur er menntuð í búvísindum, situr í stjórn sauðfjárbænda á suðurfjörðum, situr í varastjórn Bændasamtaka Íslands og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun