Verð hlutabréfa í Íslandsbanka lágt þegar umdeild salan fór fram Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 13:17 Björn Leví er einn fjölmargra sem gagnrýnt hefur útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, bæði fyrra útboðið sem og hið seinna. Víst er að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á í vök að verjast í málinu. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson alþingismaður segir að þegar hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur hafi verð á hlutabréfum verið lágt. Hann telur ekki úr vegi að um markaðsmisnotkun ofan á annað hafi verið í kortunum. Margþætt og hörð gagnrýni hefur verið höfð um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum þremur vikum. Um er að ræða 22,5 prósenta hlutur ríksins en selt var hlutafé fyrir 450 milljarða króna að nafnvirði á genginu 119. Eins og fram hefur komið áttu nokkrir þeirra fjárfesta sem fengu að kaupa þegar selt hlut sinn aftur og tekið til sín góðan hagnað með þeim hætti. Í fyrstu var talað um að tímasetning sölunnar hafi komið fólki í opna skjöldu en þeirri gagnrýni var svarað af þeim sem henni stýrðu sem svo að það væri einmitt nauðsynlegt til að forðast markaðsmisnotkun; að verð hlutabréfa væri með eðlilegum hætti þegar til sölu kæmi. Einn þeirra sem hefur farið hörðum orðum um söluna og að þjóðin hafi alls ekki fengið það sem henni bar við hana er alþingismaðurinn Björn Leví. Hann bendir á að lægsta verð hlutabréfa í Íslandsbanka að undanförnu hafi einmitt verið dagurinn sem Íslandsbanki var seldur með afslætti. Þá hafi verðið verið 4,75 prósentum lægra en tæpri viku áður. Þannig er það ekki eitt heldur allt sem er aðfinnsluvert við söluferlið. Björn Leví birtir mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir þróun verðs á hlutabréfunum dagana í kringum söluna. „Eitt af því sem umsagnaraðilar vöruðu við ef það væri farið í tilboðsleið, að það yrði að passa að það yrði engin markaðsmisnotkun á söluverði þess dags þegar salan færi fram. Í dag hljóma orðin sem Bankasýslan sagði við okkur eftir seinni söluna, að þeir væru rosalega ánægðir með að ekkert spurðist út um söluna fyrir lokun markaða,“ segir Björn og furðar sig á þessu. Honum telur einsýnt að allir þeir sem fylgjast með markaði vissu vel hvað stóð til, hann hafi heyrt orðróm þess efnis: „Þessi sveifla rennir svo sannarlega stoðum undir þann orðróm.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Píratar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30 Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Margþætt og hörð gagnrýni hefur verið höfð um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir tæpum þremur vikum. Um er að ræða 22,5 prósenta hlutur ríksins en selt var hlutafé fyrir 450 milljarða króna að nafnvirði á genginu 119. Eins og fram hefur komið áttu nokkrir þeirra fjárfesta sem fengu að kaupa þegar selt hlut sinn aftur og tekið til sín góðan hagnað með þeim hætti. Í fyrstu var talað um að tímasetning sölunnar hafi komið fólki í opna skjöldu en þeirri gagnrýni var svarað af þeim sem henni stýrðu sem svo að það væri einmitt nauðsynlegt til að forðast markaðsmisnotkun; að verð hlutabréfa væri með eðlilegum hætti þegar til sölu kæmi. Einn þeirra sem hefur farið hörðum orðum um söluna og að þjóðin hafi alls ekki fengið það sem henni bar við hana er alþingismaðurinn Björn Leví. Hann bendir á að lægsta verð hlutabréfa í Íslandsbanka að undanförnu hafi einmitt verið dagurinn sem Íslandsbanki var seldur með afslætti. Þá hafi verðið verið 4,75 prósentum lægra en tæpri viku áður. Þannig er það ekki eitt heldur allt sem er aðfinnsluvert við söluferlið. Björn Leví birtir mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir þróun verðs á hlutabréfunum dagana í kringum söluna. „Eitt af því sem umsagnaraðilar vöruðu við ef það væri farið í tilboðsleið, að það yrði að passa að það yrði engin markaðsmisnotkun á söluverði þess dags þegar salan færi fram. Í dag hljóma orðin sem Bankasýslan sagði við okkur eftir seinni söluna, að þeir væru rosalega ánægðir með að ekkert spurðist út um söluna fyrir lokun markaða,“ segir Björn og furðar sig á þessu. Honum telur einsýnt að allir þeir sem fylgjast með markaði vissu vel hvað stóð til, hann hafi heyrt orðróm þess efnis: „Þessi sveifla rennir svo sannarlega stoðum undir þann orðróm.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Píratar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30 Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. 10. apríl 2022 19:30
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14