Að berjast við ofureflið Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 12:01 Saga öryrkja í réttindabaráttu. Miðvikudaginn 6. apríl felldi Hæstiréttur Íslands dóm í máli einstaklings gegn Tryggingastofnun sem hefur verið í réttarkerfinu í um níu ár. Þar dæmdi rétturinn að íslenska ríkið hefði í fjölda ára, ranglega skert greiðslur til fátæks fólks. Hinar ólöglegu skerðingar beindust að fólki sem hefur tekjur undir lágmarks-framfærsluviðmiðum þeim sem ríkið hefur sjálft ákvarðað að enginn eigi að þurfa að lifa undir. Af því að þetta fólk hefur einhvern hluta ævi sinnar búið erlendis. Í níu ár barðist þessi einstaklingur fyrir því að fá rétt sinn viðurkenndan fyrst með kæru til úrskurðarnefndar almannatrygginga árið 2013 , og í kjölfarið með höfðun dómsmáls. Dómsmálið vannst á öllum á þremum dómstigunum. Stefnan fyrir Héraðsdómi var lögð fram árið 2016 og féll dómur í júní 2020. Ríkið áfrýjaði til Landsréttar og var dæmt í málinu árið 2021. Aftur áfrýjaði ríkið og loks vannst fullnaðarsigur með dómi Hæstaréttar. Öryrkjabandalagið tók þetta mál upp á arma sína, því ekki hafði viðkomandi ráð á að standa straum af þeim kostnaði sem af því hlaust. Þar er forvitnilegt að bera saman stöðu borgaranna gagnvart hinu opinbera, annars vegar þegar borgarinn er að krefjast réttinda sinna, og hins vegar þegar ríkið sakar borgarann um glæp. Í síðarnefnda tilvikinu liggja fyrir ákveðnar grundvallar reglur. Sá sem sakaður er um glæp, á rétt á að fá lögmann til að gæta réttinda sinna, sér að kostnaðarlausu. Hann á rétt á að sá lögmaður sé viðstaddur þegar mál hans er tekið fyrir, hvort heldur hjá lögreglu, eða dómstólum. Síðast en ekki síst, það hefur í lýðræðisríkjum verið talinn hornsteinn réttarríkisins að sá sem sakaður er um glæp, skuli njóta alls þess vafa sem ríkir um sekt hans. Það þýðir að takist ákæruvaldinu ekki að færa sönnur fyrir dómi á sekt viðkomandi, er hann sýknaður. Í siðuðum þjóðfélögum veljum við nefnilega frekar að sekur gangi laus á kostnað þess að sá saklausi verði fangelsaður. Þessi grundvallar sjónarmið eru hins vegar eitthvað bjöguð þegar kemur að velferðarkerfinu okkar. Þau virðast af hálfu löggjafans verða smíðuð með það í huga að allir ætli sér að svindla á þeim. Svindla á ríkinu. Lifa á sossanum, eins og var sagt um þá sem fluttu til Danmerkur fyrr á árum, sökum þess að þar töldu einhverjir sig eiga meiri rétt, en heima á Íslandi. Ef borgarinn ætlar sér að sækja rétt sinn gagnvart réttinda kerfunum okkar, höfum við sem samfélag ákveðið að hann skuli vera í stöðu Davíðs, gegn ríkinu, Golíat, og Davíð fær enga hjálp. Við stöndum bara álengdar og fylgjumst með, ef við þá gerum það, því það er óþægilegt fyrir mörg okkar að verða vitni að því að til sé fólk í samfélagi okkar sem hefur það reglulega skítt. Lifir í fátækt, sökum þess að fatlað fólk á jú að vera fátækt. Því það lifir á okkur hinum, og er örugglega að svindla á kerfinu. Lifa gósenlífi á sossanum. Við hrökkvum svo aðeins við þegar dómur sem þessi fellur, en flest okkar ypptum öxlum, og athygli okkar snýst að næsta skandal. Næsta áhrifavaldi. Eða bara kvöldmatnum. Á meðan bíða fjölmargir í þessu landi, þessu einu ríkasta landi Evrópu, eftir réttlæti. Eftir að eiga nógu margar krónur til að geta keypt næringarríka máltíð. Að geta leyft sér munað eins og að njóta menningar, kvikmyndahús, hvað þá leikhús! Kannski hefði verið betra fyrir það fólk sem um ræðir að íslenska ríkið hefði farið að fordæmi Norðmanna, sem höfðuðu sakamál og fangelsuðu fólk sem hafði leyft sér að búa hluta ævi sinnar erlendis. Það fengi allavega frítt húsnæði, og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af næstu máltíð. Í sex ár þráaðist ríkið við að viðurkenna að því bæri skylda til að tryggja borgurunum þessa lágmarks framfærslu, sem Alþingi hafði þó sjálft ákveðið að væri lágmark. Sem betur fer hafði, öryrkinn betur að lokum. Það leiðir hugann að stöðu þeirra sem reiða sig á það öryggisnet sem velferðarkerfinu er ætlað að vera. Þau fá ekki að njóta neins vafa. Þau mæta allt of mörg því viðmóti að þau séu að svindla sér inn í kerfið. Ég ætla ekki að vera svo bláeyg að halda því fram að það geri enginn. En þeir eru mjög fáir. Enda er það er erfitt. Mjög erfitt. Niðurstaðan af þessum létta samanburði er því að um götur samfélags okkar ganga einstaklingar sem voru sakaðir um glæp, en fengu að njóta þess vafa að ekki tókst að sanna sekt þeirra. Um þessar sömu götur ganga, og jafnvel gista, líka einstaklingar sem ekki tókst að sanna rétt sinn til aðstoðar, fyrir ríkinu. Þessi afstaða er ekkert annað en okkur öllum til smánar. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Saga öryrkja í réttindabaráttu. Miðvikudaginn 6. apríl felldi Hæstiréttur Íslands dóm í máli einstaklings gegn Tryggingastofnun sem hefur verið í réttarkerfinu í um níu ár. Þar dæmdi rétturinn að íslenska ríkið hefði í fjölda ára, ranglega skert greiðslur til fátæks fólks. Hinar ólöglegu skerðingar beindust að fólki sem hefur tekjur undir lágmarks-framfærsluviðmiðum þeim sem ríkið hefur sjálft ákvarðað að enginn eigi að þurfa að lifa undir. Af því að þetta fólk hefur einhvern hluta ævi sinnar búið erlendis. Í níu ár barðist þessi einstaklingur fyrir því að fá rétt sinn viðurkenndan fyrst með kæru til úrskurðarnefndar almannatrygginga árið 2013 , og í kjölfarið með höfðun dómsmáls. Dómsmálið vannst á öllum á þremum dómstigunum. Stefnan fyrir Héraðsdómi var lögð fram árið 2016 og féll dómur í júní 2020. Ríkið áfrýjaði til Landsréttar og var dæmt í málinu árið 2021. Aftur áfrýjaði ríkið og loks vannst fullnaðarsigur með dómi Hæstaréttar. Öryrkjabandalagið tók þetta mál upp á arma sína, því ekki hafði viðkomandi ráð á að standa straum af þeim kostnaði sem af því hlaust. Þar er forvitnilegt að bera saman stöðu borgaranna gagnvart hinu opinbera, annars vegar þegar borgarinn er að krefjast réttinda sinna, og hins vegar þegar ríkið sakar borgarann um glæp. Í síðarnefnda tilvikinu liggja fyrir ákveðnar grundvallar reglur. Sá sem sakaður er um glæp, á rétt á að fá lögmann til að gæta réttinda sinna, sér að kostnaðarlausu. Hann á rétt á að sá lögmaður sé viðstaddur þegar mál hans er tekið fyrir, hvort heldur hjá lögreglu, eða dómstólum. Síðast en ekki síst, það hefur í lýðræðisríkjum verið talinn hornsteinn réttarríkisins að sá sem sakaður er um glæp, skuli njóta alls þess vafa sem ríkir um sekt hans. Það þýðir að takist ákæruvaldinu ekki að færa sönnur fyrir dómi á sekt viðkomandi, er hann sýknaður. Í siðuðum þjóðfélögum veljum við nefnilega frekar að sekur gangi laus á kostnað þess að sá saklausi verði fangelsaður. Þessi grundvallar sjónarmið eru hins vegar eitthvað bjöguð þegar kemur að velferðarkerfinu okkar. Þau virðast af hálfu löggjafans verða smíðuð með það í huga að allir ætli sér að svindla á þeim. Svindla á ríkinu. Lifa á sossanum, eins og var sagt um þá sem fluttu til Danmerkur fyrr á árum, sökum þess að þar töldu einhverjir sig eiga meiri rétt, en heima á Íslandi. Ef borgarinn ætlar sér að sækja rétt sinn gagnvart réttinda kerfunum okkar, höfum við sem samfélag ákveðið að hann skuli vera í stöðu Davíðs, gegn ríkinu, Golíat, og Davíð fær enga hjálp. Við stöndum bara álengdar og fylgjumst með, ef við þá gerum það, því það er óþægilegt fyrir mörg okkar að verða vitni að því að til sé fólk í samfélagi okkar sem hefur það reglulega skítt. Lifir í fátækt, sökum þess að fatlað fólk á jú að vera fátækt. Því það lifir á okkur hinum, og er örugglega að svindla á kerfinu. Lifa gósenlífi á sossanum. Við hrökkvum svo aðeins við þegar dómur sem þessi fellur, en flest okkar ypptum öxlum, og athygli okkar snýst að næsta skandal. Næsta áhrifavaldi. Eða bara kvöldmatnum. Á meðan bíða fjölmargir í þessu landi, þessu einu ríkasta landi Evrópu, eftir réttlæti. Eftir að eiga nógu margar krónur til að geta keypt næringarríka máltíð. Að geta leyft sér munað eins og að njóta menningar, kvikmyndahús, hvað þá leikhús! Kannski hefði verið betra fyrir það fólk sem um ræðir að íslenska ríkið hefði farið að fordæmi Norðmanna, sem höfðuðu sakamál og fangelsuðu fólk sem hafði leyft sér að búa hluta ævi sinnar erlendis. Það fengi allavega frítt húsnæði, og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af næstu máltíð. Í sex ár þráaðist ríkið við að viðurkenna að því bæri skylda til að tryggja borgurunum þessa lágmarks framfærslu, sem Alþingi hafði þó sjálft ákveðið að væri lágmark. Sem betur fer hafði, öryrkinn betur að lokum. Það leiðir hugann að stöðu þeirra sem reiða sig á það öryggisnet sem velferðarkerfinu er ætlað að vera. Þau fá ekki að njóta neins vafa. Þau mæta allt of mörg því viðmóti að þau séu að svindla sér inn í kerfið. Ég ætla ekki að vera svo bláeyg að halda því fram að það geri enginn. En þeir eru mjög fáir. Enda er það er erfitt. Mjög erfitt. Niðurstaðan af þessum létta samanburði er því að um götur samfélags okkar ganga einstaklingar sem voru sakaðir um glæp, en fengu að njóta þess vafa að ekki tókst að sanna sekt þeirra. Um þessar sömu götur ganga, og jafnvel gista, líka einstaklingar sem ekki tókst að sanna rétt sinn til aðstoðar, fyrir ríkinu. Þessi afstaða er ekkert annað en okkur öllum til smánar. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun