Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 10:31 Sverrir höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum. Vísir Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið og meðal annars rökrætt það við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hafði í september birt umdeilda færslu á Facebook þar sem hann deildi birti meðal annars myndir af lögregluskýrslu Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson á sínum tíma fyrir ofbeldi. Sverrir átti í orðaskiptum við meðlimi Öfga í kommentaþræði undir færslu Sigurðar þar sem hann skrifaði til dæmis: „Nú vil ég ekki vera dónalegur en eftir að hafa séð myndir af þér og vinkonum þínum gætuð þið líklegast stofnað svona kvenkyns Incel sellu, bara svona vinsamleg ábending, ég er alls ekki að segja að þið séuð ljótar og óframbærilegar, bara samt einhver svona kvenkyns incel fílingur.“ Birti samandsstöðu Öfga-kvenna á Facebook Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að í kjölfarið hafi Sverrir birt mynd á Facebook með notendaupplýsingum kvennanna en á myndunum mátti grenina að sambandsstaða þeirra væri ekki opinber á Facebook. Við aðra myndina skrifaði Sverrir: „mér finnst þetta bara sorglegt, en vonandi finnið þið styrk hvor í annarri.“ Við hina myndina skrifaði hann: „sama hér, bara ósakplega dapurlegt.“ Hann átti í kjölfarið í frekari orðaskiptum við konurnar þar sem hann sagði meðal annars: „en sem betur fer í staðin fyrir að drepa karlmenn þá eru þið bara að níðast á þeim á netinu, kallandi þá incel fýlukalla sem styðja við ofbeldi og kúka upp á bak, það er auðvitað ógeðslegt en samt betra en að drepa einhvern.“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig þessari skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Svokallað Incel samfélag hefur myndast á netinu og einkennist það af hatri við kvenfólk og femínisma. Þá hefur fjöldi morða vestanhafs verið tengdur við þessa hreyfingu, til dæmis Incel-morðin í Toronto í Kanada í apríl 2018. „Strákar, þið eruð í landsliðinu af vesalingum og lygalaupum“ Fram kemur í dómnum að Sverrir hélt fram svipaðri orðræðu um konurnar á samfélagsmiðlum í framhaldinu og sagði til dæmis við eina þeirra að yrðu þau tvö ein eftir manna í heiminum myndi mannkynið deyja út. Um miðjan september, eftir að Sigurður G. lögmaður birti aðra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi forseta Íslands fyrir aðgerðarleysi vegna frásagna um kynferðisbrot í starfsliði forseta, merkti Sverrir meðlimi Öfga í athugasemdum við færsluna og sagði þeim að nú væri „tækifærið að skunda á Bessastaði með spjöld hver af annarri til að stækka hópinn“. Tveimur dögum síðar birti Sindri Þór færslu á Twitter, sem Sverrir stefnir honum fyrir, með mynd af Sverri þar sem hann skrifaði: „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ Í kjölfarið áttu Sindri, Sverrir og fleiri aðilar í orðaskaki á Twitter þar sem Sverrir beindi orðum sínum að Sindra og öðrum manni og skrifaði: „Engin dæmi? Strákar þið eruð í landsliðinu af vesalingum og lygalaupum, ef þið haldið að þið komist upp í til þeirra með því að vera sniðugir er það misskilningur. Ég hef samt skilning á því að menn sem hafa verið lagðir í einelti eins og þú og Sindri fáið út úr honum á netinu.“ Samskiptin þeirra á milli héldu áfram á svipuðu meiði og um kvöldið birti Sindri aðra færslu, sem honum er stefnt fyrir, þar sem hann skrifar: „En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er [...], sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ Sverrir hafi átt frumkvæði að samskiptum við konurnar í Öfgum Eftir miðnætti sama kvöld birti Sindri skjáskot af tísti frá Sverri, þar sem Sindri skrifar: „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Fram kemur í niðurstöðu dómsins að gögn í málinu gefi til kynna að Sverrir hafi átt frumkvæði að því að beina orðum sínum að einstökum konum í Öfgum. Þá sé ekkert að mati dómsins í ummælum Sindra sem feli í sér aðdróttun um að Sverrir hafi brotið á konunum með ofbeldi, hótunum eða öðrum athöfnum. Þá segir í sambandi við ummæli Sindra um að Sverrir niðurlægi konur á netinu að ljóst sé að Sverrir hafi gert sambandsstöðu kvennanna ítrekað að umtalsefni á Facebook og birt myndir af þeim. Þá liggi fyrir að ummæli Sindra um að Sverri þætti „konur svo ítils virði að hann [sæi] enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær [hleyptu] ekki uppá sig að launum“ hafi hann látið falla eftir að Sverrir hafi gefið „til kynna þá skoðun sína að stefndi og aðrir karlmenn tækju þátt í umræðu um kynferðisofbeldi á netinu í þeim tigangi að fá konur til fylgilags við sig,“ eins og fram kemur í dómnum. Sindri Þór var sýknaður af öllum kröfum Sverris og Sverri gert að greiða Sindra 900 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 „Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem hann lét falla um hann á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið og meðal annars rökrætt það við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hafði í september birt umdeilda færslu á Facebook þar sem hann deildi birti meðal annars myndir af lögregluskýrslu Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson á sínum tíma fyrir ofbeldi. Sverrir átti í orðaskiptum við meðlimi Öfga í kommentaþræði undir færslu Sigurðar þar sem hann skrifaði til dæmis: „Nú vil ég ekki vera dónalegur en eftir að hafa séð myndir af þér og vinkonum þínum gætuð þið líklegast stofnað svona kvenkyns Incel sellu, bara svona vinsamleg ábending, ég er alls ekki að segja að þið séuð ljótar og óframbærilegar, bara samt einhver svona kvenkyns incel fílingur.“ Birti samandsstöðu Öfga-kvenna á Facebook Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að í kjölfarið hafi Sverrir birt mynd á Facebook með notendaupplýsingum kvennanna en á myndunum mátti grenina að sambandsstaða þeirra væri ekki opinber á Facebook. Við aðra myndina skrifaði Sverrir: „mér finnst þetta bara sorglegt, en vonandi finnið þið styrk hvor í annarri.“ Við hina myndina skrifaði hann: „sama hér, bara ósakplega dapurlegt.“ Hann átti í kjölfarið í frekari orðaskiptum við konurnar þar sem hann sagði meðal annars: „en sem betur fer í staðin fyrir að drepa karlmenn þá eru þið bara að níðast á þeim á netinu, kallandi þá incel fýlukalla sem styðja við ofbeldi og kúka upp á bak, það er auðvitað ógeðslegt en samt betra en að drepa einhvern.“ „Incel“ er stytting á „involuntary celibate“ eða sá sem er „þvingaður til skírlífis“ á íslensku. Þeir sem samsama sig þessari skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Svokallað Incel samfélag hefur myndast á netinu og einkennist það af hatri við kvenfólk og femínisma. Þá hefur fjöldi morða vestanhafs verið tengdur við þessa hreyfingu, til dæmis Incel-morðin í Toronto í Kanada í apríl 2018. „Strákar, þið eruð í landsliðinu af vesalingum og lygalaupum“ Fram kemur í dómnum að Sverrir hélt fram svipaðri orðræðu um konurnar á samfélagsmiðlum í framhaldinu og sagði til dæmis við eina þeirra að yrðu þau tvö ein eftir manna í heiminum myndi mannkynið deyja út. Um miðjan september, eftir að Sigurður G. lögmaður birti aðra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi forseta Íslands fyrir aðgerðarleysi vegna frásagna um kynferðisbrot í starfsliði forseta, merkti Sverrir meðlimi Öfga í athugasemdum við færsluna og sagði þeim að nú væri „tækifærið að skunda á Bessastaði með spjöld hver af annarri til að stækka hópinn“. Tveimur dögum síðar birti Sindri Þór færslu á Twitter, sem Sverrir stefnir honum fyrir, með mynd af Sverri þar sem hann skrifaði: „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ Í kjölfarið áttu Sindri, Sverrir og fleiri aðilar í orðaskaki á Twitter þar sem Sverrir beindi orðum sínum að Sindra og öðrum manni og skrifaði: „Engin dæmi? Strákar þið eruð í landsliðinu af vesalingum og lygalaupum, ef þið haldið að þið komist upp í til þeirra með því að vera sniðugir er það misskilningur. Ég hef samt skilning á því að menn sem hafa verið lagðir í einelti eins og þú og Sindri fáið út úr honum á netinu.“ Samskiptin þeirra á milli héldu áfram á svipuðu meiði og um kvöldið birti Sindri aðra færslu, sem honum er stefnt fyrir, þar sem hann skrifar: „En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er [...], sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ Sverrir hafi átt frumkvæði að samskiptum við konurnar í Öfgum Eftir miðnætti sama kvöld birti Sindri skjáskot af tísti frá Sverri, þar sem Sindri skrifar: „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Fram kemur í niðurstöðu dómsins að gögn í málinu gefi til kynna að Sverrir hafi átt frumkvæði að því að beina orðum sínum að einstökum konum í Öfgum. Þá sé ekkert að mati dómsins í ummælum Sindra sem feli í sér aðdróttun um að Sverrir hafi brotið á konunum með ofbeldi, hótunum eða öðrum athöfnum. Þá segir í sambandi við ummæli Sindra um að Sverrir niðurlægi konur á netinu að ljóst sé að Sverrir hafi gert sambandsstöðu kvennanna ítrekað að umtalsefni á Facebook og birt myndir af þeim. Þá liggi fyrir að ummæli Sindra um að Sverri þætti „konur svo ítils virði að hann [sæi] enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær [hleyptu] ekki uppá sig að launum“ hafi hann látið falla eftir að Sverrir hafi gefið „til kynna þá skoðun sína að stefndi og aðrir karlmenn tækju þátt í umræðu um kynferðisofbeldi á netinu í þeim tigangi að fá konur til fylgilags við sig,“ eins og fram kemur í dómnum. Sindri Þór var sýknaður af öllum kröfum Sverris og Sverri gert að greiða Sindra 900 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 „Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03
„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07