„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 20:36 Einar Jónsson, þjálfari Fram Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23. „Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði. Olís-deild karla Fram Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
„Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira