„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 20:36 Einar Jónsson, þjálfari Fram Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23. „Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði. Olís-deild karla Fram Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
„Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði.
Olís-deild karla Fram Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira