Rafmagnslausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 15:55 Þessi kanína hefur notið góðs af Kanínuverkefninu. Þó liggur ekki fyrir hvort hér sé um að ræða þá sem nagaði í sundur snúruna, með örlagaríkum afleiðingum. Instagram/Dýrahjálp Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda. Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley. Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley.
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira