Rafmagnslausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 15:55 Þessi kanína hefur notið góðs af Kanínuverkefninu. Þó liggur ekki fyrir hvort hér sé um að ræða þá sem nagaði í sundur snúruna, með örlagaríkum afleiðingum. Instagram/Dýrahjálp Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda. Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley. Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley.
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið