Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Siggeir Ævarsson skrifar 9. apríl 2022 22:00 Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Bára Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. „Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira