Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 21:31 Styttan var inni í einhvers konar eldflaug fyrir utan listasafnið. Aðsend/Regína Hrönn Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira