Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 21:31 Styttan var inni í einhvers konar eldflaug fyrir utan listasafnið. Aðsend/Regína Hrönn Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri í Nýlistasafninu segir í samtali við fréttastofu að styttan hafi birst fyrir utan safnið í dag. Hún staðfestir að stuldur styttunnar hafi ekki verið í samráði við Nýlistasafnið en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið; það sé allt saman í skoðun. „Ég er búin að vera í samtali við eigandann og aðstandendur verksins, við áttum mjög gott samtal í dag og við ætlum að halda áfram að leysa þetta í sameiningu,“ segir Sunna. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, tekur í sama streng og segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist hitta Sunnu hjá Nýlistasafninu eftir helgi. Hann geti þó að öðru leyti ekki tjáð sig um ástæðu stuldarins eða hverjir staðið hafi að honum. „Ég er bara glaður að hún skuli hafa komið í leitirnar. Það er aðalatriðið og í mínum huga skiptir það mestu máli. Svo leysum við hitt sem þarf að leysa, það þarf að fara yfir málið,“ segir Kristinn. Hann bætir við að skilaboðin séu þó nokkuð skýr við styttuna. Eigandi styttunnar og safnstjóri á listasafninu hyggjast ræða málið betur eftir helgi.Aðsend Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1940. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Afsteypur af sömu styttu er einnig að finna í New York, Glaumbæ í Skagafirði og svo á einkabókasafni páfa í Vatikaninu. Guðríður fluttist ung til Grænlands og hélt ásamt eiginmanni sínum í leiðangur til Vínlands og er hún almennt talin vera fyrsta kristna konan sem hafi fætt barn í Ameríku. Það var Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn sem stóð að gerð styttunnar en í honum voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Skúli Alexandersson heitinn, fyrrverandi alþingismaður, Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi og Guðrún G. Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Menning Söfn Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira