Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2022 17:03 Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Sjá meira