Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 16:21 Halldóra Mogensen þingmaður Pírata tilkynnti að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund til að ræða þá kröfu stjórnarandstöðu að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis sem fara eigi í saumana á umdeildu útboði, sem fram fór fyrir tveimur vikum, á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar. Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14